Ég hlýt að vera ansi mögnuð kona – hættum að bíða endalaust eftir hrósinu! Margrét Lilja Gunnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2013 06:00 Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um jafnrétti og stöðu kynjanna. Þetta stendur mér sérlega nærri nú, þar sem ég stefni á útskrift í vor og er að leita mér að vinnu. Maðurinn minn er að útskrifast úr sama fagi og er því einnig í atvinnuleit. Við erum bæði tiltölulega ung, ég er rétt að verða 24 ára og hann 26 ára. Við eigum 2 börn og erum að ljúka 5 ára lögfræðinámi. Við ættum því bæði að vera í sömu stöðu, en það sorglega er að hann hefur fengið áberandi fleiri jákvæð svör við atvinnufyrirspurnum en ég. Eins og gefur að skilja hefur þetta truflað mig töluvert og ég hef verið að íhuga hvað ég geti gert til þess að breyta stöðunni. Um daginn las ég grein sem fjallaði um það hvernig konur brjóta oft sjálfar sig niður, með því að taka frekar mark á neikvæðum en jákvæðum athugasemdum. Ef einhver segir t.d. að þær séu feitar eða líti ekki nóg og vel út, festast þær gjarnan í að velta sér upp úr því og fara á endanum að trúa því sjálfar. Aftur á móti þegar einhver talar um að þær séu flottar eða góðar í einhverju gera þær frekar lítið úr því eða taka ekki mark á því. Þegar ég hugsa um stöðu kvenna í þjófélaginu og það hvað við konur getum oft verið harðar við okkur sjálfar þá er ekki skrítið að við náum ekki langt í jafnréttisbaráttunni. Því ef við trúum ekki á okkur sjálfar, hvers vegna ættu aðrir að gera það? Ég er ekki að kenna konum um hversu stutt á veg jafnréttisbaráttan er komin, ástæður þess eru margvíslegar. En það sem skiptir máli er að við sjálfar getum breytt því, að einhverju leyti, hvernig aðrir hugsa um okkur. Við þurfum að stoppa og gera okkur grein fyrir því í hverju við erum góðar og vera stoltar af því. Hvort sem það er að vera góður á skíðum, elda kjötsúpu, passa börn eða reka fyrirtæki. Við þurfum að vita hvar styrkleikar okkar liggja, og vera stoltar af þeim, og ekki síst að viðurkenna fyrir okkur sjálfum hversu góðar og sterkar við erum. Við getum ekki verið sérfræðingar á öllum sviðum og þurfum því öll að hjálpast að og styðja hvert annað. Ég held að til dæmis að með því að hringja í vinkonu og spyrja hana út í eitthvað sem ég tel að hún viti betur um en ég veiti það henni viðurkenningu og efli hana í að hugsa betur um sjálfa sig og vera stolt af því vera hún. Við þurfum að byggja okkur upp með því að hugsa og tala um okkur sjálfar á jákvæðan hátt. Horfa í spegilinn og sjá þar fallegu, sterku og sjálfstæðu konuna. Og gera það þangað til við trúum því! Við erum því miður margar duglegar við að brjóta okkur niður. Sjáum okkur sem feitar, ljótar og duglausar. Öll verk skipta máli, hvort sem það er að elda matinn, hjúkra einhverjum, passa börn, kenna börnum, reka fyrirtæki o.s.frv. Allt eru þetta mikilvægar stöður í nútímasamfélagi sem þarf að sinna og eitt starf er ekki mikilvægara öðru. Þjóðfélagið byggir á því að öll störf séu unnin vel. Kona eða karl sem á börn getur til dæmis ekki unnið úti nema einhver sinni börnunum á meðan. Nú skulum við taka okkur á saman. Ég ætla að byrja á því að bæta við í kynningarbréfin sem ég sendi með atvinnuumsóknum að þrátt fyrir að vera einungis 24 ára þá hafi mér tekist að gifta mig, eignast tvö börn, klára fjölmiðlatækni, stúdentspróf, 5 ára háskólanám í lögfræði þrátt fyrir að hafa átt við námsörðugleika að stríða. Ég ætla ekki að vonast til þess að atvinnurekandinn lesi hversu öflug ég er á milli línanna. Hættum að bíða endalaust eftir hrósinu og segjum við okkur sjálfar: Ég hlýt að vera ansi mögnuð kona! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um jafnrétti og stöðu kynjanna. Þetta stendur mér sérlega nærri nú, þar sem ég stefni á útskrift í vor og er að leita mér að vinnu. Maðurinn minn er að útskrifast úr sama fagi og er því einnig í atvinnuleit. Við erum bæði tiltölulega ung, ég er rétt að verða 24 ára og hann 26 ára. Við eigum 2 börn og erum að ljúka 5 ára lögfræðinámi. Við ættum því bæði að vera í sömu stöðu, en það sorglega er að hann hefur fengið áberandi fleiri jákvæð svör við atvinnufyrirspurnum en ég. Eins og gefur að skilja hefur þetta truflað mig töluvert og ég hef verið að íhuga hvað ég geti gert til þess að breyta stöðunni. Um daginn las ég grein sem fjallaði um það hvernig konur brjóta oft sjálfar sig niður, með því að taka frekar mark á neikvæðum en jákvæðum athugasemdum. Ef einhver segir t.d. að þær séu feitar eða líti ekki nóg og vel út, festast þær gjarnan í að velta sér upp úr því og fara á endanum að trúa því sjálfar. Aftur á móti þegar einhver talar um að þær séu flottar eða góðar í einhverju gera þær frekar lítið úr því eða taka ekki mark á því. Þegar ég hugsa um stöðu kvenna í þjófélaginu og það hvað við konur getum oft verið harðar við okkur sjálfar þá er ekki skrítið að við náum ekki langt í jafnréttisbaráttunni. Því ef við trúum ekki á okkur sjálfar, hvers vegna ættu aðrir að gera það? Ég er ekki að kenna konum um hversu stutt á veg jafnréttisbaráttan er komin, ástæður þess eru margvíslegar. En það sem skiptir máli er að við sjálfar getum breytt því, að einhverju leyti, hvernig aðrir hugsa um okkur. Við þurfum að stoppa og gera okkur grein fyrir því í hverju við erum góðar og vera stoltar af því. Hvort sem það er að vera góður á skíðum, elda kjötsúpu, passa börn eða reka fyrirtæki. Við þurfum að vita hvar styrkleikar okkar liggja, og vera stoltar af þeim, og ekki síst að viðurkenna fyrir okkur sjálfum hversu góðar og sterkar við erum. Við getum ekki verið sérfræðingar á öllum sviðum og þurfum því öll að hjálpast að og styðja hvert annað. Ég held að til dæmis að með því að hringja í vinkonu og spyrja hana út í eitthvað sem ég tel að hún viti betur um en ég veiti það henni viðurkenningu og efli hana í að hugsa betur um sjálfa sig og vera stolt af því vera hún. Við þurfum að byggja okkur upp með því að hugsa og tala um okkur sjálfar á jákvæðan hátt. Horfa í spegilinn og sjá þar fallegu, sterku og sjálfstæðu konuna. Og gera það þangað til við trúum því! Við erum því miður margar duglegar við að brjóta okkur niður. Sjáum okkur sem feitar, ljótar og duglausar. Öll verk skipta máli, hvort sem það er að elda matinn, hjúkra einhverjum, passa börn, kenna börnum, reka fyrirtæki o.s.frv. Allt eru þetta mikilvægar stöður í nútímasamfélagi sem þarf að sinna og eitt starf er ekki mikilvægara öðru. Þjóðfélagið byggir á því að öll störf séu unnin vel. Kona eða karl sem á börn getur til dæmis ekki unnið úti nema einhver sinni börnunum á meðan. Nú skulum við taka okkur á saman. Ég ætla að byrja á því að bæta við í kynningarbréfin sem ég sendi með atvinnuumsóknum að þrátt fyrir að vera einungis 24 ára þá hafi mér tekist að gifta mig, eignast tvö börn, klára fjölmiðlatækni, stúdentspróf, 5 ára háskólanám í lögfræði þrátt fyrir að hafa átt við námsörðugleika að stríða. Ég ætla ekki að vonast til þess að atvinnurekandinn lesi hversu öflug ég er á milli línanna. Hættum að bíða endalaust eftir hrósinu og segjum við okkur sjálfar: Ég hlýt að vera ansi mögnuð kona!
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun