Ég hlýt að vera ansi mögnuð kona – hættum að bíða endalaust eftir hrósinu! Margrét Lilja Gunnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2013 06:00 Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um jafnrétti og stöðu kynjanna. Þetta stendur mér sérlega nærri nú, þar sem ég stefni á útskrift í vor og er að leita mér að vinnu. Maðurinn minn er að útskrifast úr sama fagi og er því einnig í atvinnuleit. Við erum bæði tiltölulega ung, ég er rétt að verða 24 ára og hann 26 ára. Við eigum 2 börn og erum að ljúka 5 ára lögfræðinámi. Við ættum því bæði að vera í sömu stöðu, en það sorglega er að hann hefur fengið áberandi fleiri jákvæð svör við atvinnufyrirspurnum en ég. Eins og gefur að skilja hefur þetta truflað mig töluvert og ég hef verið að íhuga hvað ég geti gert til þess að breyta stöðunni. Um daginn las ég grein sem fjallaði um það hvernig konur brjóta oft sjálfar sig niður, með því að taka frekar mark á neikvæðum en jákvæðum athugasemdum. Ef einhver segir t.d. að þær séu feitar eða líti ekki nóg og vel út, festast þær gjarnan í að velta sér upp úr því og fara á endanum að trúa því sjálfar. Aftur á móti þegar einhver talar um að þær séu flottar eða góðar í einhverju gera þær frekar lítið úr því eða taka ekki mark á því. Þegar ég hugsa um stöðu kvenna í þjófélaginu og það hvað við konur getum oft verið harðar við okkur sjálfar þá er ekki skrítið að við náum ekki langt í jafnréttisbaráttunni. Því ef við trúum ekki á okkur sjálfar, hvers vegna ættu aðrir að gera það? Ég er ekki að kenna konum um hversu stutt á veg jafnréttisbaráttan er komin, ástæður þess eru margvíslegar. En það sem skiptir máli er að við sjálfar getum breytt því, að einhverju leyti, hvernig aðrir hugsa um okkur. Við þurfum að stoppa og gera okkur grein fyrir því í hverju við erum góðar og vera stoltar af því. Hvort sem það er að vera góður á skíðum, elda kjötsúpu, passa börn eða reka fyrirtæki. Við þurfum að vita hvar styrkleikar okkar liggja, og vera stoltar af þeim, og ekki síst að viðurkenna fyrir okkur sjálfum hversu góðar og sterkar við erum. Við getum ekki verið sérfræðingar á öllum sviðum og þurfum því öll að hjálpast að og styðja hvert annað. Ég held að til dæmis að með því að hringja í vinkonu og spyrja hana út í eitthvað sem ég tel að hún viti betur um en ég veiti það henni viðurkenningu og efli hana í að hugsa betur um sjálfa sig og vera stolt af því vera hún. Við þurfum að byggja okkur upp með því að hugsa og tala um okkur sjálfar á jákvæðan hátt. Horfa í spegilinn og sjá þar fallegu, sterku og sjálfstæðu konuna. Og gera það þangað til við trúum því! Við erum því miður margar duglegar við að brjóta okkur niður. Sjáum okkur sem feitar, ljótar og duglausar. Öll verk skipta máli, hvort sem það er að elda matinn, hjúkra einhverjum, passa börn, kenna börnum, reka fyrirtæki o.s.frv. Allt eru þetta mikilvægar stöður í nútímasamfélagi sem þarf að sinna og eitt starf er ekki mikilvægara öðru. Þjóðfélagið byggir á því að öll störf séu unnin vel. Kona eða karl sem á börn getur til dæmis ekki unnið úti nema einhver sinni börnunum á meðan. Nú skulum við taka okkur á saman. Ég ætla að byrja á því að bæta við í kynningarbréfin sem ég sendi með atvinnuumsóknum að þrátt fyrir að vera einungis 24 ára þá hafi mér tekist að gifta mig, eignast tvö börn, klára fjölmiðlatækni, stúdentspróf, 5 ára háskólanám í lögfræði þrátt fyrir að hafa átt við námsörðugleika að stríða. Ég ætla ekki að vonast til þess að atvinnurekandinn lesi hversu öflug ég er á milli línanna. Hættum að bíða endalaust eftir hrósinu og segjum við okkur sjálfar: Ég hlýt að vera ansi mögnuð kona! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um jafnrétti og stöðu kynjanna. Þetta stendur mér sérlega nærri nú, þar sem ég stefni á útskrift í vor og er að leita mér að vinnu. Maðurinn minn er að útskrifast úr sama fagi og er því einnig í atvinnuleit. Við erum bæði tiltölulega ung, ég er rétt að verða 24 ára og hann 26 ára. Við eigum 2 börn og erum að ljúka 5 ára lögfræðinámi. Við ættum því bæði að vera í sömu stöðu, en það sorglega er að hann hefur fengið áberandi fleiri jákvæð svör við atvinnufyrirspurnum en ég. Eins og gefur að skilja hefur þetta truflað mig töluvert og ég hef verið að íhuga hvað ég geti gert til þess að breyta stöðunni. Um daginn las ég grein sem fjallaði um það hvernig konur brjóta oft sjálfar sig niður, með því að taka frekar mark á neikvæðum en jákvæðum athugasemdum. Ef einhver segir t.d. að þær séu feitar eða líti ekki nóg og vel út, festast þær gjarnan í að velta sér upp úr því og fara á endanum að trúa því sjálfar. Aftur á móti þegar einhver talar um að þær séu flottar eða góðar í einhverju gera þær frekar lítið úr því eða taka ekki mark á því. Þegar ég hugsa um stöðu kvenna í þjófélaginu og það hvað við konur getum oft verið harðar við okkur sjálfar þá er ekki skrítið að við náum ekki langt í jafnréttisbaráttunni. Því ef við trúum ekki á okkur sjálfar, hvers vegna ættu aðrir að gera það? Ég er ekki að kenna konum um hversu stutt á veg jafnréttisbaráttan er komin, ástæður þess eru margvíslegar. En það sem skiptir máli er að við sjálfar getum breytt því, að einhverju leyti, hvernig aðrir hugsa um okkur. Við þurfum að stoppa og gera okkur grein fyrir því í hverju við erum góðar og vera stoltar af því. Hvort sem það er að vera góður á skíðum, elda kjötsúpu, passa börn eða reka fyrirtæki. Við þurfum að vita hvar styrkleikar okkar liggja, og vera stoltar af þeim, og ekki síst að viðurkenna fyrir okkur sjálfum hversu góðar og sterkar við erum. Við getum ekki verið sérfræðingar á öllum sviðum og þurfum því öll að hjálpast að og styðja hvert annað. Ég held að til dæmis að með því að hringja í vinkonu og spyrja hana út í eitthvað sem ég tel að hún viti betur um en ég veiti það henni viðurkenningu og efli hana í að hugsa betur um sjálfa sig og vera stolt af því vera hún. Við þurfum að byggja okkur upp með því að hugsa og tala um okkur sjálfar á jákvæðan hátt. Horfa í spegilinn og sjá þar fallegu, sterku og sjálfstæðu konuna. Og gera það þangað til við trúum því! Við erum því miður margar duglegar við að brjóta okkur niður. Sjáum okkur sem feitar, ljótar og duglausar. Öll verk skipta máli, hvort sem það er að elda matinn, hjúkra einhverjum, passa börn, kenna börnum, reka fyrirtæki o.s.frv. Allt eru þetta mikilvægar stöður í nútímasamfélagi sem þarf að sinna og eitt starf er ekki mikilvægara öðru. Þjóðfélagið byggir á því að öll störf séu unnin vel. Kona eða karl sem á börn getur til dæmis ekki unnið úti nema einhver sinni börnunum á meðan. Nú skulum við taka okkur á saman. Ég ætla að byrja á því að bæta við í kynningarbréfin sem ég sendi með atvinnuumsóknum að þrátt fyrir að vera einungis 24 ára þá hafi mér tekist að gifta mig, eignast tvö börn, klára fjölmiðlatækni, stúdentspróf, 5 ára háskólanám í lögfræði þrátt fyrir að hafa átt við námsörðugleika að stríða. Ég ætla ekki að vonast til þess að atvinnurekandinn lesi hversu öflug ég er á milli línanna. Hættum að bíða endalaust eftir hrósinu og segjum við okkur sjálfar: Ég hlýt að vera ansi mögnuð kona!
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar