Árni og Bjarki berjast á Írlandi í kvöld Oddur Þorsteinsson skrifar 23. febrúar 2013 07:30 Bjarki Þór Pálsson. Árni Ísaksson ver veltivigtartitil sinn gegn Ali Arish hjá írsku bardagakeðjunni Cage Contender í kvöld. Árni vann titilinn 20. október síðastliðinn þegar hann sigraði Wayne Murrie með rothöggi í annarri lotu og varð þar með veltivigtarmeistari Cage Contender, sem er ein stærsta bardagakeðja Evrópu. Árni er þó ekki eini Íslendingurinn sem keppir þetta kvöld, því Bjarki Þór Pálsson mun keppa í öðrum áhugamannabardaga sínum fyrr um kvöldið á sama viðburði. Árni er annar tveggja íslenskra atvinnumanna í blönduðum bardagalistum (MMA), en ekki jafn þekktur og Gunnar Nelson, sem keppir í stærstu bardagakeðju í heimi, UFC. Bjarki Þór er einn af fáum Íslendingum sem keppa í áhugamannabardögum í MMA og ein bjartasta von Íslendinga í íþróttinni. Búast má við að Bjarki, ásamt fleiri upprennandi íslenskum bardagamönnum, muni hefja keppni í atvinnumannabardögum á allra næstu árum. Til að byrja með er hann að afla sér reynslu í áhugamannabardögum, en þar eru strangari reglur sem miða að því að vernda keppendur meira en atvinnumannareglur. Bakgrunnur Árna er í taílenskum hnefaleikum, eða Muay Thai, en andstæðingur hans, Ali Arish, er fyrst og fremst glímumaður, svo styrkleikar þeirra liggja á ólíkum sviðum. Arish er hættulegur andstæðingur, með 17 sigra og aðeins tvö töp. Hann hefur því meiri reynslu en Árni, sem hefur 12 sigra og fjögur töp. Arish hefur unnið sex sinnum með uppgjöf og fjórum sinnum með rothöggi og hann hefur unnið sex síðustu bardaga í röð. Þ.á.m. sigraði hann Wayne Murrie, síðasta andstæðing Árna, með rothöggi í fyrstu lotu, svo hann er hættulegur á öllum sviðum, þó aðalstyrkur hans kunni að vera í gólfglímunni. Það er ekki ósennilegt að Arish reyni að fella Árna, sigra hann með glímutækni og setja Árna í lás. Árni mun líklega reyna að halda bardaganum standandi, svo hann geti nýtt hnefaleikafærni sína, en þar sem hann þarf að varast þunga hnefa Arish kann að vera að hann reyni sjálfur að fella Arish, halda honum niðri og lenda nógu mörgum ósvöruðum höggum til að dómarinn stoppi hann. Bjarki Þór Pálsson hefur æft bardagalistir í rúm tvö ár og keppt í þremur áhugamannabardögum í hnefaleikum og unnið þá alla. Hann keppti í sínum fyrsta áhugamannabardaga í blönduðum bardagalistum seint á síðasta ári og vann hann. Eins og venjan virðist vera þegar Íslendingar keppa í MMA meiddist upprunalegi andstæðingur Bjarka, en í stað hans kom nýr andstæðingur, Paul Lawrence að nafni. Hann hefur barist fjórum sinnum, unnið þrjá og gert eitt jafntefli. Hann er örvhentur hnefaleikamaður og líklega ekki jafn sterkur í gólfglímu og Bjarki. Bjarki sagði í viðtali við bardagafregnir.is að honum finnst þægilegra að berjast í jörðinni, en vilji byrja á að spreyta sig gegn andstæðingum standandi. Þar sem grunnur Lawrence er í hnefaleikum má teljast líklegt að Bjarki reyni að fella Lawrence og setja hann í uppgjafartak. Bardagi Árna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og stefnt er á að sýna bardagi Bjarka í sömu útsendingu. Innlendar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sjá meira
Árni Ísaksson ver veltivigtartitil sinn gegn Ali Arish hjá írsku bardagakeðjunni Cage Contender í kvöld. Árni vann titilinn 20. október síðastliðinn þegar hann sigraði Wayne Murrie með rothöggi í annarri lotu og varð þar með veltivigtarmeistari Cage Contender, sem er ein stærsta bardagakeðja Evrópu. Árni er þó ekki eini Íslendingurinn sem keppir þetta kvöld, því Bjarki Þór Pálsson mun keppa í öðrum áhugamannabardaga sínum fyrr um kvöldið á sama viðburði. Árni er annar tveggja íslenskra atvinnumanna í blönduðum bardagalistum (MMA), en ekki jafn þekktur og Gunnar Nelson, sem keppir í stærstu bardagakeðju í heimi, UFC. Bjarki Þór er einn af fáum Íslendingum sem keppa í áhugamannabardögum í MMA og ein bjartasta von Íslendinga í íþróttinni. Búast má við að Bjarki, ásamt fleiri upprennandi íslenskum bardagamönnum, muni hefja keppni í atvinnumannabardögum á allra næstu árum. Til að byrja með er hann að afla sér reynslu í áhugamannabardögum, en þar eru strangari reglur sem miða að því að vernda keppendur meira en atvinnumannareglur. Bakgrunnur Árna er í taílenskum hnefaleikum, eða Muay Thai, en andstæðingur hans, Ali Arish, er fyrst og fremst glímumaður, svo styrkleikar þeirra liggja á ólíkum sviðum. Arish er hættulegur andstæðingur, með 17 sigra og aðeins tvö töp. Hann hefur því meiri reynslu en Árni, sem hefur 12 sigra og fjögur töp. Arish hefur unnið sex sinnum með uppgjöf og fjórum sinnum með rothöggi og hann hefur unnið sex síðustu bardaga í röð. Þ.á.m. sigraði hann Wayne Murrie, síðasta andstæðing Árna, með rothöggi í fyrstu lotu, svo hann er hættulegur á öllum sviðum, þó aðalstyrkur hans kunni að vera í gólfglímunni. Það er ekki ósennilegt að Arish reyni að fella Árna, sigra hann með glímutækni og setja Árna í lás. Árni mun líklega reyna að halda bardaganum standandi, svo hann geti nýtt hnefaleikafærni sína, en þar sem hann þarf að varast þunga hnefa Arish kann að vera að hann reyni sjálfur að fella Arish, halda honum niðri og lenda nógu mörgum ósvöruðum höggum til að dómarinn stoppi hann. Bjarki Þór Pálsson hefur æft bardagalistir í rúm tvö ár og keppt í þremur áhugamannabardögum í hnefaleikum og unnið þá alla. Hann keppti í sínum fyrsta áhugamannabardaga í blönduðum bardagalistum seint á síðasta ári og vann hann. Eins og venjan virðist vera þegar Íslendingar keppa í MMA meiddist upprunalegi andstæðingur Bjarka, en í stað hans kom nýr andstæðingur, Paul Lawrence að nafni. Hann hefur barist fjórum sinnum, unnið þrjá og gert eitt jafntefli. Hann er örvhentur hnefaleikamaður og líklega ekki jafn sterkur í gólfglímu og Bjarki. Bjarki sagði í viðtali við bardagafregnir.is að honum finnst þægilegra að berjast í jörðinni, en vilji byrja á að spreyta sig gegn andstæðingum standandi. Þar sem grunnur Lawrence er í hnefaleikum má teljast líklegt að Bjarki reyni að fella Lawrence og setja hann í uppgjafartak. Bardagi Árna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og stefnt er á að sýna bardagi Bjarka í sömu útsendingu.
Innlendar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sjá meira