Fótbolti

Juventus komið til þess að sækja Tevez

Tevez hefur stundum þótt haga sér barnalega.
Tevez hefur stundum þótt haga sér barnalega.
Juventus ætlar sér að næla í argentínska framherjann Carlos Tevez og fulltrúar frá félaginu eru nú komnir til Manchester í von um að klófesta framherjann.

Tevez er sagður vera spenntur fyrir því að fara til Ítalíu en honum hefur ekkert alltaf liðið of vel í Manchester.

Tevez á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og Man. City verður því að selja núna ætli félagið sér að fá einhvern pening fyrir hann.

Tevez hefur verið í herbúðum Man. City síðan 2009 er hann kom frá Man. Utd. Hefur mikið gengið á hjá honum á þessum árum í Manchester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×