Tvær ungar stelpur brenndust við Geysi 28. mars 2013 17:37 „Íslenskir krakkar þekkja hættuna af heitu vatni en þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir að það sé 100°C heitt vatn flæðandi meðfram gangstéttinni. Það er ekkert sem varar fólk við," segir Börkur Hrólfsson leiðsögumaður. Tvær ungar erlendar stelpur af brenndu sig í sjóðandi heitum læk á Geysissvæðinu í Haukadal um þrjúleytið í dag. Börkur segir merkingar þurfa að vera miklu stærri og áberandi á svæðinu. „Merkingar þurfa að vera miklu stærri og áberandi. Að þarna sé sjóðandi vatn, ekki bara heitt, heldur sjóðandi. Þetta slys gerðist þar sem er nýbyrjað að taka upp á því að búa til brauð og sjóða egg fyrir gesti í hverunum," segir Börkur sem reyndar var ekki sjálfur á svæðinu í dag. Kollegi hans, Hólmfríður Rán Sigvaldadóttir, var á svæðinu í dag þegar slysið varð. Aðstoðaði hún fjölskylduna og stúlkurnar tvær. Fréttastofa hefur ekki náð í Hólmfríði í dag enda er hún með hóp ferðamanna á Suðurlandi. Hún hafði þó rætt við Börk eftir að slysið átti sér stað. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lítil börn vaði út í vatnið eins og mér skilst að hafi gerst í þessu tilfelli," segir Börkur. Hann minnir á slys sem gerðist á svæðinu árið 2010 þegar tveggja ára stúlka brenndist illa. „Það hefur ekkert verið bætt síðan, hvorki viðvörunarmerkingar né annað." Börkur segir fyrir neðan allar hellur hvernig staðið sé að öryggismálum á Geysissvæðinu. Hann segir einnig eins og vanti alla viðbragðsáætlun ef slys verði á svæðinu. „Á fjölsóttasta hverasvæði Íslands þar sem verður tugi slysa á ári ætti að vera viðbragðsáætlun. Fólk þyrfti að vera þjálfað í því hvað eigi að gera," segir Börkur um starfsfólk í Haukadal. Hann efast um að rétt hafi verið staðið að málum hvað varðar tilkynningu slysa og minnir á að öll slys eigi að tilkynna til lögreglu. „Ég efast stórlega um að það hafi verið gert. Ég hugsa að fólkið sem rekur svæðið vilji helst þagga niður í svona málum. Þetta er ekki góð auglýsing," segir Börkur. Fréttastofa Vísis hafði samband við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi síðdegis. Staðfesti starfsmaður að komið hefði verið með stelpurnar en um minniháttar bruna hafi verið að ræða, annars stiga bruna á mjög litlum hluta fóta. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Íslenskir krakkar þekkja hættuna af heitu vatni en þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir að það sé 100°C heitt vatn flæðandi meðfram gangstéttinni. Það er ekkert sem varar fólk við," segir Börkur Hrólfsson leiðsögumaður. Tvær ungar erlendar stelpur af brenndu sig í sjóðandi heitum læk á Geysissvæðinu í Haukadal um þrjúleytið í dag. Börkur segir merkingar þurfa að vera miklu stærri og áberandi á svæðinu. „Merkingar þurfa að vera miklu stærri og áberandi. Að þarna sé sjóðandi vatn, ekki bara heitt, heldur sjóðandi. Þetta slys gerðist þar sem er nýbyrjað að taka upp á því að búa til brauð og sjóða egg fyrir gesti í hverunum," segir Börkur sem reyndar var ekki sjálfur á svæðinu í dag. Kollegi hans, Hólmfríður Rán Sigvaldadóttir, var á svæðinu í dag þegar slysið varð. Aðstoðaði hún fjölskylduna og stúlkurnar tvær. Fréttastofa hefur ekki náð í Hólmfríði í dag enda er hún með hóp ferðamanna á Suðurlandi. Hún hafði þó rætt við Börk eftir að slysið átti sér stað. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lítil börn vaði út í vatnið eins og mér skilst að hafi gerst í þessu tilfelli," segir Börkur. Hann minnir á slys sem gerðist á svæðinu árið 2010 þegar tveggja ára stúlka brenndist illa. „Það hefur ekkert verið bætt síðan, hvorki viðvörunarmerkingar né annað." Börkur segir fyrir neðan allar hellur hvernig staðið sé að öryggismálum á Geysissvæðinu. Hann segir einnig eins og vanti alla viðbragðsáætlun ef slys verði á svæðinu. „Á fjölsóttasta hverasvæði Íslands þar sem verður tugi slysa á ári ætti að vera viðbragðsáætlun. Fólk þyrfti að vera þjálfað í því hvað eigi að gera," segir Börkur um starfsfólk í Haukadal. Hann efast um að rétt hafi verið staðið að málum hvað varðar tilkynningu slysa og minnir á að öll slys eigi að tilkynna til lögreglu. „Ég efast stórlega um að það hafi verið gert. Ég hugsa að fólkið sem rekur svæðið vilji helst þagga niður í svona málum. Þetta er ekki góð auglýsing," segir Börkur. Fréttastofa Vísis hafði samband við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi síðdegis. Staðfesti starfsmaður að komið hefði verið með stelpurnar en um minniháttar bruna hafi verið að ræða, annars stiga bruna á mjög litlum hluta fóta.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira