Enski boltinn

Gylfi orðaður við Liverpool á ný

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gylfi fagnar marki ásamt Clint Dempsey.
Gylfi fagnar marki ásamt Clint Dempsey. Nordicphotos/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er í breskum fjölmiðlum sagður velta framtíð sinni hjá Tottenham Hotspur fyrir sér.

Gylfi átti í erfiðleikum með að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu hjá Tottenham á síðustu leiktíð. Hann kom þó við sögu í fjölmörgum leikjum liðsins í öllum keppnum en samkeppni um stöðu í liði Spurs er mikil.

SportsDirectNews hefur heimildir fyrir því að Gylfi hafi áhuga á að fara til annars liðs á láni. Hans vilji sé þó mikill að sýna sig og sanna til framtíðar undir stjórn Andre Villas-Boas hjá Spurs.

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er sagður hafa augastað á Gylfa sem lék undir hans stjórn hjá Swansea og Reading. Rodgers reyndi að fá Gylfa til Liverpool síðastliðið sumar en laut í lægra haldi í kapphlaupi við Tottenham. Þá er Swansea ennfremur sagt hafa áhuga á Gylfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×