Húsbruni á Hverfisgötu: "Þar sem hústökufólk kemst inn, þar er ekki við góðu að búast" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. ágúst 2013 18:39 Öllu tiltæku slökkviliði var stefnt að húsinu, sem lengi hefur staðið autt, í gærkvöldi og var eldurinn töluverður. Reykkafarar voru sendir inn þar sem vitað er að útigangsfólk hefur hafst við í húsinu en það reyndist mannlaust. Talið er víst að kveikt hafi verið í húsinu. Húsið er áfast við Hótel Klöpp sem tilheyrir Center Hotels og segir framkvæmdastjóri þeirra, Kristófer Oliversson, að návígið hafi skapað umtalsverð vandræði. Fyrir hrun stóð til að rífa húsið en framkvæmdum var frestað. „Það hefur náttúrulega kviknað í þessu nokkrum sinnum og iðulega hefur það verið þannig að það hefur verið brunakerfið á hótelinu sem fer í gang. Þá látum við vita og eldurinn er slökktur en sem betur fer hefur ekki orðið tjón á fólki þarna. Þar sem hústökufólk kemst inn, þar er ekki við góðu að búast,“ segir Kristófer. Árið 2010 lést ungur maður þegar húsbruni varð þarna skammt frá, við Hverfisgötu 28 og þykir mildi að enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp í gær.Kristófer segir hávaða og sjónmengun hafa fylgt fólki sem hafðist við þar og í Hjartagarðinum sem liggur að húsinu. „Eins og veggjakrotið. Sumt af þessu er fallegt en megnið er bara óþrif og það virðist vera ótrúlegt umburðarlyndi með svona löguðu. Því meira ofbeldi sem er beitt, því meira umburðarlyndi virðast menn fá,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa Reykjavíkur er sífellt unnið að því að fækka auðum húsum í miðborginni. Þau voru tólf í ágúst 2012 en eru nú átta, með húsinu sem brann í gær. Nú er ráðgert að rífa það og næsta hús og byggja upp í núverandi mynd, en Icelandair hótel mun rísa á reitnum. „Ég er mjög ánægður með það því þetta er ekki til fyrirmyndar eins og þetta er,“ segir Kristófer. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Öllu tiltæku slökkviliði var stefnt að húsinu, sem lengi hefur staðið autt, í gærkvöldi og var eldurinn töluverður. Reykkafarar voru sendir inn þar sem vitað er að útigangsfólk hefur hafst við í húsinu en það reyndist mannlaust. Talið er víst að kveikt hafi verið í húsinu. Húsið er áfast við Hótel Klöpp sem tilheyrir Center Hotels og segir framkvæmdastjóri þeirra, Kristófer Oliversson, að návígið hafi skapað umtalsverð vandræði. Fyrir hrun stóð til að rífa húsið en framkvæmdum var frestað. „Það hefur náttúrulega kviknað í þessu nokkrum sinnum og iðulega hefur það verið þannig að það hefur verið brunakerfið á hótelinu sem fer í gang. Þá látum við vita og eldurinn er slökktur en sem betur fer hefur ekki orðið tjón á fólki þarna. Þar sem hústökufólk kemst inn, þar er ekki við góðu að búast,“ segir Kristófer. Árið 2010 lést ungur maður þegar húsbruni varð þarna skammt frá, við Hverfisgötu 28 og þykir mildi að enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp í gær.Kristófer segir hávaða og sjónmengun hafa fylgt fólki sem hafðist við þar og í Hjartagarðinum sem liggur að húsinu. „Eins og veggjakrotið. Sumt af þessu er fallegt en megnið er bara óþrif og það virðist vera ótrúlegt umburðarlyndi með svona löguðu. Því meira ofbeldi sem er beitt, því meira umburðarlyndi virðast menn fá,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa Reykjavíkur er sífellt unnið að því að fækka auðum húsum í miðborginni. Þau voru tólf í ágúst 2012 en eru nú átta, með húsinu sem brann í gær. Nú er ráðgert að rífa það og næsta hús og byggja upp í núverandi mynd, en Icelandair hótel mun rísa á reitnum. „Ég er mjög ánægður með það því þetta er ekki til fyrirmyndar eins og þetta er,“ segir Kristófer.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira