Lífið

Árni Hjörvar og félagar trylltu lýðinn í O2-höllinni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hljómsveitin The Vaccines, með bassaleikarann Árna Hjörvar Árnason innanborðs, kom fram á tónleikum í O2-höllinni í Lundúnum í gærkvöldi.

Meðal upphitunaratriða var hljómsveitin The Walkmen, en Árni og félagar hafa notið mikilla vinsælda á Bretlandseyjum að undanförnu og sendu frá sér plötuna Come of Age í fyrra. Hún rauk í fyrsta sæti breska vinsældarlistans

Árni fluttist til Bretlands árið 2007 og gekk til liðs við sveitina þremur árum síðar. í meðfylgjandi myndskeiði má sjá stemninguna í O2-höllinni í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.