Lífið

"Þykir svo vænt um geðveikt fólk“

Spessi Hallbjörnsson ljósmyndari, Gunnar Nelson bardagakappi og Snorri Ámundsson listamaður, við tökur á myndbandinu.
Spessi Hallbjörnsson ljósmyndari, Gunnar Nelson bardagakappi og Snorri Ámundsson listamaður, við tökur á myndbandinu. MYND/SPESSI
„Það er alltaf gaman að vera í glimmergalla,“ segir Snorri Ásmundsson, einn listamanna á bakvið þáttagerð á vegum veitingastaðarins Gló, til styrktar átaksins Geðveikra jóla.

Gló tók upp tónlistarmyndband nú á dögunum þar sem meðal annars komu við sögu, Sólveig Eiríksdóttir, eigandi staðarins, Snorri Ásmundsson, listamaður, Gunnar Nelson, bardagakappi ásamt kollegum sínum úr Mjölni, Spessi ljósmyndari og Ari Bragi Kárason, trompetleikari.

Sólveig Eiríksdóttir kom einnig að gerð myndbandsins ásamt ömmubarni sínu, Ágústi. MYND/SPESSI
Tveir þættir um Geðveik jól verða á dagskrá RÚV um jólin. Geðveik jól hafa fest sig í sessi sem árlegur viðburður í desember og eru ómissandi skemmtun hjá starfsfólki íslenskra fyrirtækja. Fyrirtæki keppa sín á milli um titilinn „geðveikasta jólalagið“ og næra geðheilsuna á sínum vinnustað á sama tíma.

Fjölmargir listamenn koma við sögu í þáttunum og ágóði af átakinu rennur til mikilvægra verkefna hjá Vin athvarfi, Hugarafli og Hlutverkasetrinu. 

„Tökurnar voru frábærar. Það er alltaf gaman að dansa og sérstaklega í glimmergalla,“ segir Snorri jafnframt, en bætir við að hann megi ekkert láta uppi um jólalagið sjálft enn. Hann bætir við að málefnið sé sannarlega verðugt. 

„Geðveik jól eru frábært framtak sem ég er stoltur af að vera hluti að því að mér þykir svo vænt um geðveikt fólk,“ segir Snorri að lokum.

Fjöldi fólks bregður fyrir í myndbandinu, en hér má sjá hljómsveitina, ásamt söngkonunni Mollý og trompetleikaranum Ara Braga Kárasyni.
Söngkonan Mollý ásamt Sögu Spessadóttur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.