Lífið

Jólaplata tekin upp að sumri

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Erna Hrönn Ólafsdóttir og Pálmi Sigurhjartarson tóku upp jólaplötuna síðastliðið sumar.
Erna Hrönn Ólafsdóttir og Pálmi Sigurhjartarson tóku upp jólaplötuna síðastliðið sumar. mynd/ólöf erla einarsdóttir
„Við tókum upp plötuna á heitustu sumardögunum, það var svolítið skrítið að syngja inn jóla- og vetrarlög yfir hásumarið,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir tónlistarkona sem gefur út plötuna Húmar að kveldi ásamt Pálma Sigurhjartarsyni píanóleikara um helgina. Á plötunni er að finna þekkt jólalög og sálma, í bland við minna þekkt efni.

„Þetta er hátíðleg og einlæg plata, þar sem augnablikið og einfaldleikinn eru fönguð,“ segir Erna Hrönn en eingöngu er stuðst söng og píanóleik á plötunni. Þar er að finna lög á borð við Hin fyrstu jól og Nóttin var sú ágæt ein, svo dæmi séu tekin.

Útgáfutónleikar fara fram sunnudaginn 1. desember í Hofi á Akureyri og hefjast þeir klukkan 20.00 en sérstakur gestur á tónleikunum er Magni Ásgeirsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.