Innlent

Biskup fundar með Sigríði vegna kvörtunarbréfs

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir (t.v.) og Sigríður Guðmarsdóttir.
Agnes M. Sigurðardóttir (t.v.) og Sigríður Guðmarsdóttir.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup íslands, hefur boðað Sigríði Guðmarsdóttur, sóknarprest í Grafarholti, á sinn fund vegna kvartana Gunnars Þorsteinssonar kenndum við Krossinn.

„Hún ætlar að hitta okkur á morgun en við viljum ekki tjá okkur frekar um málið fyrr en efni bréfsins hefur verið kynnt fyrir Sigríði,“ segir Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu.

Forsaga málsins er sú að Sigríður skrifaði um stefnu Gunnars á hendur stuðningskonum þeirra sem ásökuðu hann um kynferðisbrot. Sagðist hún styðja Krosskonurnar og trúa sögu þeirra.

Í kjölfarið sendi lögmaður Gunnars kvörtunarbréf til biskups þar sem Sigríður er sögð taka „einarða afstöðu í málinu“ með ummælum sínum og telur Gunnar að þau feli í sér grófa árás á æru sína og brjóti í bága við almenn hegningarlög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×