Dagurinn fór í viðtöl við erlendar fréttaveitur Birkir Blær skrifar 3. janúar 2013 19:31 Skjáskot af abc news. Eitt heitasta fréttaefni dagsins í heimspressunni var barátta íslenskrar stúlku um nafnið sitt. Stúlkan fær ekki að heita Blær og hefur gegnum tíðina staðið í miklu stappi við mannanafnanefnd. Deilan rataði fyrir skemmstu til dómstóla. „Við erum einmitt búnar að vera að tala við CNN og NBC," sagði Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar og ritstjóri Séð og Heyrt, þegar Vísir náði tali af henni. „Þetta eru ótrúleg viðbrögð. Það er meira að segja komið í sjónvarpið á Fox News eitthvert debate um málið." Hér má nálgast umrætt myndskeið. Fréttir af málinu hafa verið með þeim allra mest lesnu á fjölmörgum fréttamiðlum í heiminum og rötuðu á forsíður víða, m.a. í Bandaríkjunum, Rússlandi og Indlandi. „Þannig að hún fór inn á MSN.com í dag og sá sjálfa sig beint fyrir ofan Kim Kardashian. Það var hápunktur dagsins," segir Björk um dóttur sína. Við erlendu fréttirnar hafa í mörgum tilvikum skapast mjög líflegar umræður í athugasemdakerfinu. Athugasemdir hlaupa á þúsundum þar sem fólk hneykslast á því að stjórnvöld fái að velja hvaða nöfn fólk má bera í landinu. Bandaríkjamönnum virðist upp til hópa finnast það fáránleg hugmynd. „Pæliði í þessu, áður en maður velur nafn á barnið sitt verður maður að athuga hvort nafnið er á lista sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Svona eru reglurnar á Íslandi," eru inngangsorð í frétt á Fox news. Og fréttakonan heldur áfram og ræðir um nafnið Blær. „Þetta er ekki móðgandi nafn eða nafn sem veldur vandræðum og er stafað með íslenskum stöfum. Svo það er hreinlega engin ástæða fyrir því að banna henni að eiga þetta nafn. Af hverju ætti ríkisstjórninni að vera kleift að handstýra því hvaða nöfn fólk má bera. Þetta nær bara ekki nokkurri átt." Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar tekur í sama streng. „Mér finnst það náttúrlega eðli málsins samkvæmt frekar fáránlegt. Ég set alveg spurningarmerki við nöfn sem geta orðið börnum virkilega til ama. Það er kannski eðlilegt að það séu einhvers konar mörk, en það væru þá nöfn sem eru virkilega skaðleg. En nöfn sem eru hljómfögur og passa við beygingarkerfið og stafsetningu, mér finnst rosaleg geðþóttaákvörðun að banna þau," segir Björk. Málið er nú fyrir dómstólum og er niðurstöðu að vænta í febrúar næstkomandi. „Aðalmeðferð málsins verður 21. janúar og eftir það hafa þeir fjórar vikur," segir Björk. Málið er fyrir héraðsdómstólum núna en mæðgurnar eru ákveðnar í að fara með það fyrir Hæstarétt ef það tapast í héraði. Tengdar fréttir Fox News fjallar um nafnabaráttu Blævar Vefsíða fréttastofunnar Fox News fjallar um baráttu ritstjóra Séð og Heyrt, Bjarkar Eiðsdóttur og dóttur hennar, en þær hafa stefnt ríkinu vegna þess að dóttir Bjarkar fær ekki að heita Blær. Ástæðan er sú að eftir árið 1973 má aðeins skíra drengi Blær, en nafnið er karlkynsorð. 3. janúar 2013 09:47 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira
Eitt heitasta fréttaefni dagsins í heimspressunni var barátta íslenskrar stúlku um nafnið sitt. Stúlkan fær ekki að heita Blær og hefur gegnum tíðina staðið í miklu stappi við mannanafnanefnd. Deilan rataði fyrir skemmstu til dómstóla. „Við erum einmitt búnar að vera að tala við CNN og NBC," sagði Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar og ritstjóri Séð og Heyrt, þegar Vísir náði tali af henni. „Þetta eru ótrúleg viðbrögð. Það er meira að segja komið í sjónvarpið á Fox News eitthvert debate um málið." Hér má nálgast umrætt myndskeið. Fréttir af málinu hafa verið með þeim allra mest lesnu á fjölmörgum fréttamiðlum í heiminum og rötuðu á forsíður víða, m.a. í Bandaríkjunum, Rússlandi og Indlandi. „Þannig að hún fór inn á MSN.com í dag og sá sjálfa sig beint fyrir ofan Kim Kardashian. Það var hápunktur dagsins," segir Björk um dóttur sína. Við erlendu fréttirnar hafa í mörgum tilvikum skapast mjög líflegar umræður í athugasemdakerfinu. Athugasemdir hlaupa á þúsundum þar sem fólk hneykslast á því að stjórnvöld fái að velja hvaða nöfn fólk má bera í landinu. Bandaríkjamönnum virðist upp til hópa finnast það fáránleg hugmynd. „Pæliði í þessu, áður en maður velur nafn á barnið sitt verður maður að athuga hvort nafnið er á lista sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Svona eru reglurnar á Íslandi," eru inngangsorð í frétt á Fox news. Og fréttakonan heldur áfram og ræðir um nafnið Blær. „Þetta er ekki móðgandi nafn eða nafn sem veldur vandræðum og er stafað með íslenskum stöfum. Svo það er hreinlega engin ástæða fyrir því að banna henni að eiga þetta nafn. Af hverju ætti ríkisstjórninni að vera kleift að handstýra því hvaða nöfn fólk má bera. Þetta nær bara ekki nokkurri átt." Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar tekur í sama streng. „Mér finnst það náttúrlega eðli málsins samkvæmt frekar fáránlegt. Ég set alveg spurningarmerki við nöfn sem geta orðið börnum virkilega til ama. Það er kannski eðlilegt að það séu einhvers konar mörk, en það væru þá nöfn sem eru virkilega skaðleg. En nöfn sem eru hljómfögur og passa við beygingarkerfið og stafsetningu, mér finnst rosaleg geðþóttaákvörðun að banna þau," segir Björk. Málið er nú fyrir dómstólum og er niðurstöðu að vænta í febrúar næstkomandi. „Aðalmeðferð málsins verður 21. janúar og eftir það hafa þeir fjórar vikur," segir Björk. Málið er fyrir héraðsdómstólum núna en mæðgurnar eru ákveðnar í að fara með það fyrir Hæstarétt ef það tapast í héraði.
Tengdar fréttir Fox News fjallar um nafnabaráttu Blævar Vefsíða fréttastofunnar Fox News fjallar um baráttu ritstjóra Séð og Heyrt, Bjarkar Eiðsdóttur og dóttur hennar, en þær hafa stefnt ríkinu vegna þess að dóttir Bjarkar fær ekki að heita Blær. Ástæðan er sú að eftir árið 1973 má aðeins skíra drengi Blær, en nafnið er karlkynsorð. 3. janúar 2013 09:47 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira
Fox News fjallar um nafnabaráttu Blævar Vefsíða fréttastofunnar Fox News fjallar um baráttu ritstjóra Séð og Heyrt, Bjarkar Eiðsdóttur og dóttur hennar, en þær hafa stefnt ríkinu vegna þess að dóttir Bjarkar fær ekki að heita Blær. Ástæðan er sú að eftir árið 1973 má aðeins skíra drengi Blær, en nafnið er karlkynsorð. 3. janúar 2013 09:47