Dagurinn fór í viðtöl við erlendar fréttaveitur Birkir Blær skrifar 3. janúar 2013 19:31 Skjáskot af abc news. Eitt heitasta fréttaefni dagsins í heimspressunni var barátta íslenskrar stúlku um nafnið sitt. Stúlkan fær ekki að heita Blær og hefur gegnum tíðina staðið í miklu stappi við mannanafnanefnd. Deilan rataði fyrir skemmstu til dómstóla. „Við erum einmitt búnar að vera að tala við CNN og NBC," sagði Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar og ritstjóri Séð og Heyrt, þegar Vísir náði tali af henni. „Þetta eru ótrúleg viðbrögð. Það er meira að segja komið í sjónvarpið á Fox News eitthvert debate um málið." Hér má nálgast umrætt myndskeið. Fréttir af málinu hafa verið með þeim allra mest lesnu á fjölmörgum fréttamiðlum í heiminum og rötuðu á forsíður víða, m.a. í Bandaríkjunum, Rússlandi og Indlandi. „Þannig að hún fór inn á MSN.com í dag og sá sjálfa sig beint fyrir ofan Kim Kardashian. Það var hápunktur dagsins," segir Björk um dóttur sína. Við erlendu fréttirnar hafa í mörgum tilvikum skapast mjög líflegar umræður í athugasemdakerfinu. Athugasemdir hlaupa á þúsundum þar sem fólk hneykslast á því að stjórnvöld fái að velja hvaða nöfn fólk má bera í landinu. Bandaríkjamönnum virðist upp til hópa finnast það fáránleg hugmynd. „Pæliði í þessu, áður en maður velur nafn á barnið sitt verður maður að athuga hvort nafnið er á lista sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Svona eru reglurnar á Íslandi," eru inngangsorð í frétt á Fox news. Og fréttakonan heldur áfram og ræðir um nafnið Blær. „Þetta er ekki móðgandi nafn eða nafn sem veldur vandræðum og er stafað með íslenskum stöfum. Svo það er hreinlega engin ástæða fyrir því að banna henni að eiga þetta nafn. Af hverju ætti ríkisstjórninni að vera kleift að handstýra því hvaða nöfn fólk má bera. Þetta nær bara ekki nokkurri átt." Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar tekur í sama streng. „Mér finnst það náttúrlega eðli málsins samkvæmt frekar fáránlegt. Ég set alveg spurningarmerki við nöfn sem geta orðið börnum virkilega til ama. Það er kannski eðlilegt að það séu einhvers konar mörk, en það væru þá nöfn sem eru virkilega skaðleg. En nöfn sem eru hljómfögur og passa við beygingarkerfið og stafsetningu, mér finnst rosaleg geðþóttaákvörðun að banna þau," segir Björk. Málið er nú fyrir dómstólum og er niðurstöðu að vænta í febrúar næstkomandi. „Aðalmeðferð málsins verður 21. janúar og eftir það hafa þeir fjórar vikur," segir Björk. Málið er fyrir héraðsdómstólum núna en mæðgurnar eru ákveðnar í að fara með það fyrir Hæstarétt ef það tapast í héraði. Tengdar fréttir Fox News fjallar um nafnabaráttu Blævar Vefsíða fréttastofunnar Fox News fjallar um baráttu ritstjóra Séð og Heyrt, Bjarkar Eiðsdóttur og dóttur hennar, en þær hafa stefnt ríkinu vegna þess að dóttir Bjarkar fær ekki að heita Blær. Ástæðan er sú að eftir árið 1973 má aðeins skíra drengi Blær, en nafnið er karlkynsorð. 3. janúar 2013 09:47 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Eitt heitasta fréttaefni dagsins í heimspressunni var barátta íslenskrar stúlku um nafnið sitt. Stúlkan fær ekki að heita Blær og hefur gegnum tíðina staðið í miklu stappi við mannanafnanefnd. Deilan rataði fyrir skemmstu til dómstóla. „Við erum einmitt búnar að vera að tala við CNN og NBC," sagði Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar og ritstjóri Séð og Heyrt, þegar Vísir náði tali af henni. „Þetta eru ótrúleg viðbrögð. Það er meira að segja komið í sjónvarpið á Fox News eitthvert debate um málið." Hér má nálgast umrætt myndskeið. Fréttir af málinu hafa verið með þeim allra mest lesnu á fjölmörgum fréttamiðlum í heiminum og rötuðu á forsíður víða, m.a. í Bandaríkjunum, Rússlandi og Indlandi. „Þannig að hún fór inn á MSN.com í dag og sá sjálfa sig beint fyrir ofan Kim Kardashian. Það var hápunktur dagsins," segir Björk um dóttur sína. Við erlendu fréttirnar hafa í mörgum tilvikum skapast mjög líflegar umræður í athugasemdakerfinu. Athugasemdir hlaupa á þúsundum þar sem fólk hneykslast á því að stjórnvöld fái að velja hvaða nöfn fólk má bera í landinu. Bandaríkjamönnum virðist upp til hópa finnast það fáránleg hugmynd. „Pæliði í þessu, áður en maður velur nafn á barnið sitt verður maður að athuga hvort nafnið er á lista sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Svona eru reglurnar á Íslandi," eru inngangsorð í frétt á Fox news. Og fréttakonan heldur áfram og ræðir um nafnið Blær. „Þetta er ekki móðgandi nafn eða nafn sem veldur vandræðum og er stafað með íslenskum stöfum. Svo það er hreinlega engin ástæða fyrir því að banna henni að eiga þetta nafn. Af hverju ætti ríkisstjórninni að vera kleift að handstýra því hvaða nöfn fólk má bera. Þetta nær bara ekki nokkurri átt." Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar tekur í sama streng. „Mér finnst það náttúrlega eðli málsins samkvæmt frekar fáránlegt. Ég set alveg spurningarmerki við nöfn sem geta orðið börnum virkilega til ama. Það er kannski eðlilegt að það séu einhvers konar mörk, en það væru þá nöfn sem eru virkilega skaðleg. En nöfn sem eru hljómfögur og passa við beygingarkerfið og stafsetningu, mér finnst rosaleg geðþóttaákvörðun að banna þau," segir Björk. Málið er nú fyrir dómstólum og er niðurstöðu að vænta í febrúar næstkomandi. „Aðalmeðferð málsins verður 21. janúar og eftir það hafa þeir fjórar vikur," segir Björk. Málið er fyrir héraðsdómstólum núna en mæðgurnar eru ákveðnar í að fara með það fyrir Hæstarétt ef það tapast í héraði.
Tengdar fréttir Fox News fjallar um nafnabaráttu Blævar Vefsíða fréttastofunnar Fox News fjallar um baráttu ritstjóra Séð og Heyrt, Bjarkar Eiðsdóttur og dóttur hennar, en þær hafa stefnt ríkinu vegna þess að dóttir Bjarkar fær ekki að heita Blær. Ástæðan er sú að eftir árið 1973 má aðeins skíra drengi Blær, en nafnið er karlkynsorð. 3. janúar 2013 09:47 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Sjá meira
Fox News fjallar um nafnabaráttu Blævar Vefsíða fréttastofunnar Fox News fjallar um baráttu ritstjóra Séð og Heyrt, Bjarkar Eiðsdóttur og dóttur hennar, en þær hafa stefnt ríkinu vegna þess að dóttir Bjarkar fær ekki að heita Blær. Ástæðan er sú að eftir árið 1973 má aðeins skíra drengi Blær, en nafnið er karlkynsorð. 3. janúar 2013 09:47