Innlent

Sjö látnir í óveðri í Svíþjóð

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Frá Malmö í gær.
Frá Malmö í gær. EPA
Sjö eru látnir eftir að stormurinn Sven gekk yfir suðurhluta Svíþjóðar í gær og fyrradag. Gríðarlegt vatnstjón hefur orðið og samgöngur fóru víða úr skorðum. Tveir þeirra sem létust lentu undir trjám sem rifnað höfðu upp með rótum. Vindstyrkur Sven var um 40 metrar á sekúndu þegar verst lét.

Vatnsyfirborð sjávar hækkaði um 140 cm í Helsingborg en sjór gekk á land og flæddi um götur borgarinnar. Ástandið er einnig slæmt í Danmörku en þar aðstoðaði lögreglan íbúa í sumarhúsabyggð við Hróarskeldufjörð á Sjálandi og rýma þurfti heimili fyrir aldraða í Gentofte.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×