Vilja fá listaverkagjöf tölvuleikjarisans CCP Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. september 2013 10:00 Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur hvetur borgina til að þiggja þetta verk Sigurðar Guðmundssonar að gjöf frá CCP. Mynd/Sigurður Guðmundsson Útlit er nú fyrir að Reykjavíkurborg muni þiggja útilistaverkagjöf tölvuleikjaframleiðandans CCP. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hafnaði borgin fyrstu hugmynd listamannsins Sigurðar Guðmundssonar að listaverki í boði CCP í tilefni tíu ára afmælis fyrirtækisins, sem framleiðir hinn gríðarlega vinsæla tölvuleik Eve-Online. Nú hefur Sigurður lagt fram alveg nýja hugmynd; Heimar í heimi. Er þar um að ræða verk í granít, stál, steypu og ál sem hæst mun ná fimm metra hæð. Nöfn um fimm hundruð þúsund áskrifenda að Eve-Online verða letruð á verkið. „Nöfnin eru ólæsileg og sjást aðeins með stækkunargleri enda prentuð í gráum lit á gráa álplötuna. Þessi ósýnilega „virtual“ þjóð, 500 þúsund manns sem lifa í EVE-heiminum, er velkominn hluti af verkinu fyrir mig þó að sjónrænt virki textinn eins og mynstur eða „grid“,“ útlistar Sigurður í skýringum á verkinu. Fyrri hugmynd Sigurðar þótti Hafþóri Yngvasyni, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, hafa of sterka tilvísun í CCP. Áletruðu nöfnin mundu takmarka merkingu verksins og koma í veg fyrir að það stæði óháð hagsmunum einkafyrirtækis. Hafþór fagnar hins vegar nýja verkinu, sem hann segir ákjósanlega viðbót við myndlistarverk í borgarlandinu.Sigurður Guðmundsson„Öll form myndarinnar eru einföld og skýr og einkennast af festu og stöðugleika, sem er mikilvægt í almenningsrými þar sem ótengdir hlutir keppa um athyglina,“ segir í umsögn safnstjórans, sem hvetur borgaryfirvöld til að taka jákvætt í tillöguna og skoða hvort finna megi verkinu varanlegan stað við Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn. Þar á svæðinu er CCP með höfuðstöðvar sínar. „Verkið sé ég að engu leyti sem auglýsingu fyrir CCP enda var það engin ósk af þeirra hálfu. Það sem ég var beðinn um að gera var listaverk í tilefni tíu ára afmælis CCP,“ undirstrikar Sigurður í bréfi sínu. Menningar- og ferðamál borgarinnar lýsti ánægju með verkið og nú hefur umhverfis- og skipulagsráð vísað því til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar. Að sögn Sigurðar er uppsetning verksins einföld og auðvelt að færa það til. „Sjálfur mun ég fylgjast með uppsetningunni og einnig kínverskur tæknimaður sem ráðleggur hvernig best sé að framkvæma uppsetninguna,“ segir Sigurður, sem sjálfur kveðst munu borga kostnaðinn við kínverska tækniráðgjafann. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Útlit er nú fyrir að Reykjavíkurborg muni þiggja útilistaverkagjöf tölvuleikjaframleiðandans CCP. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hafnaði borgin fyrstu hugmynd listamannsins Sigurðar Guðmundssonar að listaverki í boði CCP í tilefni tíu ára afmælis fyrirtækisins, sem framleiðir hinn gríðarlega vinsæla tölvuleik Eve-Online. Nú hefur Sigurður lagt fram alveg nýja hugmynd; Heimar í heimi. Er þar um að ræða verk í granít, stál, steypu og ál sem hæst mun ná fimm metra hæð. Nöfn um fimm hundruð þúsund áskrifenda að Eve-Online verða letruð á verkið. „Nöfnin eru ólæsileg og sjást aðeins með stækkunargleri enda prentuð í gráum lit á gráa álplötuna. Þessi ósýnilega „virtual“ þjóð, 500 þúsund manns sem lifa í EVE-heiminum, er velkominn hluti af verkinu fyrir mig þó að sjónrænt virki textinn eins og mynstur eða „grid“,“ útlistar Sigurður í skýringum á verkinu. Fyrri hugmynd Sigurðar þótti Hafþóri Yngvasyni, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, hafa of sterka tilvísun í CCP. Áletruðu nöfnin mundu takmarka merkingu verksins og koma í veg fyrir að það stæði óháð hagsmunum einkafyrirtækis. Hafþór fagnar hins vegar nýja verkinu, sem hann segir ákjósanlega viðbót við myndlistarverk í borgarlandinu.Sigurður Guðmundsson„Öll form myndarinnar eru einföld og skýr og einkennast af festu og stöðugleika, sem er mikilvægt í almenningsrými þar sem ótengdir hlutir keppa um athyglina,“ segir í umsögn safnstjórans, sem hvetur borgaryfirvöld til að taka jákvætt í tillöguna og skoða hvort finna megi verkinu varanlegan stað við Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn. Þar á svæðinu er CCP með höfuðstöðvar sínar. „Verkið sé ég að engu leyti sem auglýsingu fyrir CCP enda var það engin ósk af þeirra hálfu. Það sem ég var beðinn um að gera var listaverk í tilefni tíu ára afmælis CCP,“ undirstrikar Sigurður í bréfi sínu. Menningar- og ferðamál borgarinnar lýsti ánægju með verkið og nú hefur umhverfis- og skipulagsráð vísað því til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar. Að sögn Sigurðar er uppsetning verksins einföld og auðvelt að færa það til. „Sjálfur mun ég fylgjast með uppsetningunni og einnig kínverskur tæknimaður sem ráðleggur hvernig best sé að framkvæma uppsetninguna,“ segir Sigurður, sem sjálfur kveðst munu borga kostnaðinn við kínverska tækniráðgjafann.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira