Innlent

Geta keypt aðgang að brúðkaupi Bam Margera

Boði Logason skrifar
Kaleo, Sísí Ey, Endless Dark og MC gauti munu spila í brúðkaupinu en auk þess mun Bam sjálfur spila með hljómsveit sinni, Fuckface unstoppable.
Kaleo, Sísí Ey, Endless Dark og MC gauti munu spila í brúðkaupinu en auk þess mun Bam sjálfur spila með hljómsveit sinni, Fuckface unstoppable. mynd/AFP
Fyrrum Jackass-stjarnan Bam Margera mun ganga í það heilaga í kvöld þegar hann gengur að eiga unnustu sína, Nicole Boyd.

Veislan verður haldin í Hafnarhúsinu klukkan sjö í kvöld en á sama tíma verða einnig tónleikar til styrktar hjólabrettamenningu í Reykjavík.

Óli Finnsson er skipuleggjandi tónleikanna og brúðkaupsveislunnar. Hann segir þá sem kaupa sér miða á tónleikana séu einnig að kaupa sér miða í brúðkaupið.

„Í rauninni sko, þeir koma í veisluna sjálfa og geta fengið að fagna. Gestirnir eru á annarri hæð en þarna eru allir að fagna saman.“

Aðspurður um gestalistann vildi Óli ekkert tjá sig en sagði fjölskyldu og nána vini Bam vera á listanum.

„Bam og konan hans verða að sjálfsögðu þarna en síðan mæta líka margir góðvinir að utan. Ég get ekkert tjáð mig um hverjir það eru,“ segir Óli.

Kaleo, Sísí Ey, Endless Dark og MC gauti munu spila í brúðkaupinu en auk þess mun Bam sjálfur spila með hljómsveit sinni, Fuckface unstoppable. Hægt er að kaupa miða á Miði.is og við hurðina í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×