Öryggi og gæði heilbrigðisþjónustu Geir Gunnlaugsson skrifar 26. mars 2013 06:00 Öryggi og gæði í heilbrigðisþjónustunni hafa verið mjög í brennidepli fjölmiðla undanfarnar vikur. Landlæknir fagnar slíkri umræðu. Í samræmi við hlutverk embættisins er starf þess fjölbreytt og umfangsmikið á þessu sviði eins og sjá á má í nýlegri samantekt sem er að finna á heimasíðu embættisins landlaeknir.is. Það hefur kynt undir þessa umræðu að Íslendingar hafa nokkur undanfarin ár gengið í gegnum mikinn niðurskurð í opinberum rekstri, m.a. í heilbrigðiskerfinu. Þá þarf að huga sérstaklega að því að öryggi sjúklinga sé ekki ógnað og að gæði þjónustunnar haldist þrátt fyrir breytt skipulag. Rannsóknir hafa sýnt að þættir eins og álag á starfsfólk, óánægja í starfi og óánægja með starfsumhverfið geta haft neikvæð áhrif á gæði og öryggi þjónustunnar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur á liðnum misserum lýst áhyggjum sínum af því að heilbrigðiskerfið sé nú komið að þolmörkum sökum niðurskurðar. Starfsfólki hefur fækkað og álag þar með aukist. Úrræði til að veita þjónustu hafa einnig breyst en þróun þekkingar og tækniframfarir hafa haft í för með sér að sjúklingar liggja skemur á sjúkrahúsum og glíma við erfiðari og flóknari vanda en áður. Einstaklingum sem bíða vistunar á hjúkrunarheimilum hefur einnig fjölgað. Nokkrir tugir þeirra bíða nú á Landspítalanum og ein birtingarmynd þess eru gangainnlagnir. Slíkt hefur í för með sér álag á starfsfólk og þá sem njóta þjónustunnar. Einnig hafa kjör versnað, ekki síst í samanburði við nágrannalöndin. Því hafa margir leitað út fyrir landsteinana til skemmri eða lengri tíma sem hefur áhrif á þjónustuna hér á landi. Framtíðarskipulag Landspítala er einnig í óvissu en niðurstaða í því máli snertir óneitanlega gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga þegar til lengri tíma er litið.Góður árangur Í umræðu um núverandi vanda heilbrigðisþjónustunnar er auðvelt að gleyma því að hún er þrátt fyrir allt góð. Nýjustu tölur frá Hagstofu Íslands staðfesta að enn einu sinni er ungbarnadauði lægstur á Íslandi í samanburði við önnur lönd í Evrópu. Íslenskir karlmenn lifa karla lengst í álfunni og meðalaldur kvenna er í fremstu röð. Einnig má minna á að þjónustan hér á landi var metin sú þriðja besta í Evrópu árið 2012. Slíkur árangur kemur ekki af sjálfu sér enda niðurstaða þrotlausrar vinnu margra á liðnum árum, líka á tímum efnahagslegrar niðursveiflu.Öryggisbragur Öryggisbragur í heilbrigðisþjónustu er flókið hugtak, en felur í sér sameiginleg gildi og viðhorf sem ásamt skipulagi og stjórnun stofnunar leiða til ákveðins vinnulags og hegðunarmynsturs um öryggi þjónustunnar. Góður öryggisbragur er fyrir hendi þar sem öryggi sjúklinga er sett í öndvegi og áhættustjórnun er samofin öllu því sem gert er. Slíkur öryggisbragur einkennist af opnum samskiptum og gagnkvæmu trausti milli starfsmanna og sjúklinga. Þar sem öryggisbragur er þróaður eru atvik í þjónustunni skoðuð ofan í kjölinn, reynt að læra af þeim og beita markvissum aðgerðum til að koma í veg fyrir að þau gerist aftur. Aftur á móti ef öryggisbragur er vanþróaður er atvikum sópað undir teppið eða áhersla lögð á að finna sökudólg í stað þess að leita lausna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að orsakir atvika eru í flestum tilfellum margþættar og tengjast í mörgum tilvikum ágöllum í skipulagi. Því er mikilvægara að spyrja: Hvað gerðist, í stað þess að leita sökudólgs með spurningunni: Hverjum er það að kenna?Að lokum Heilbrigðisstarfsfólki ber lagaleg, fagleg og siðfræðileg skylda til að veita góða heilbrigðisþjónustu og bera hag notenda þjónustunnar fyrir brjósti. Stjórnendum heilbrigðisstofnana ber síðan skylda til að fylgjast með mælikvörðum varðandi gæði þjónustu, öryggi sjúklinga og öryggi starfsfólks, m.a. varðandi álag og bregðast við með viðeigandi hætti til að tryggja gæði og öryggi þjónustunnar. Gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu koma ekki af sjálfu sér og því þurfa Embætti landlæknis, heilbrigðisstarfsfólk, heilbrigðisstofnanir, notendur þjónustunnar og allur almenningur að taka höndum saman við að stuðla að góðri heilbrigðisþjónustu. Landlæknir hvetur starfsfólk og notendur þjónustunnar til að koma ábendingum um það sem betur má fara hvað varðar gæði og öryggi til stjórnenda heilbrigðisstofnana og ef þeir eru ekki sáttir við viðbrögð þeirra geta þeir leitað til Embættis landlæknis með áhyggjur sínar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Öryggi og gæði í heilbrigðisþjónustunni hafa verið mjög í brennidepli fjölmiðla undanfarnar vikur. Landlæknir fagnar slíkri umræðu. Í samræmi við hlutverk embættisins er starf þess fjölbreytt og umfangsmikið á þessu sviði eins og sjá á má í nýlegri samantekt sem er að finna á heimasíðu embættisins landlaeknir.is. Það hefur kynt undir þessa umræðu að Íslendingar hafa nokkur undanfarin ár gengið í gegnum mikinn niðurskurð í opinberum rekstri, m.a. í heilbrigðiskerfinu. Þá þarf að huga sérstaklega að því að öryggi sjúklinga sé ekki ógnað og að gæði þjónustunnar haldist þrátt fyrir breytt skipulag. Rannsóknir hafa sýnt að þættir eins og álag á starfsfólk, óánægja í starfi og óánægja með starfsumhverfið geta haft neikvæð áhrif á gæði og öryggi þjónustunnar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur á liðnum misserum lýst áhyggjum sínum af því að heilbrigðiskerfið sé nú komið að þolmörkum sökum niðurskurðar. Starfsfólki hefur fækkað og álag þar með aukist. Úrræði til að veita þjónustu hafa einnig breyst en þróun þekkingar og tækniframfarir hafa haft í för með sér að sjúklingar liggja skemur á sjúkrahúsum og glíma við erfiðari og flóknari vanda en áður. Einstaklingum sem bíða vistunar á hjúkrunarheimilum hefur einnig fjölgað. Nokkrir tugir þeirra bíða nú á Landspítalanum og ein birtingarmynd þess eru gangainnlagnir. Slíkt hefur í för með sér álag á starfsfólk og þá sem njóta þjónustunnar. Einnig hafa kjör versnað, ekki síst í samanburði við nágrannalöndin. Því hafa margir leitað út fyrir landsteinana til skemmri eða lengri tíma sem hefur áhrif á þjónustuna hér á landi. Framtíðarskipulag Landspítala er einnig í óvissu en niðurstaða í því máli snertir óneitanlega gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga þegar til lengri tíma er litið.Góður árangur Í umræðu um núverandi vanda heilbrigðisþjónustunnar er auðvelt að gleyma því að hún er þrátt fyrir allt góð. Nýjustu tölur frá Hagstofu Íslands staðfesta að enn einu sinni er ungbarnadauði lægstur á Íslandi í samanburði við önnur lönd í Evrópu. Íslenskir karlmenn lifa karla lengst í álfunni og meðalaldur kvenna er í fremstu röð. Einnig má minna á að þjónustan hér á landi var metin sú þriðja besta í Evrópu árið 2012. Slíkur árangur kemur ekki af sjálfu sér enda niðurstaða þrotlausrar vinnu margra á liðnum árum, líka á tímum efnahagslegrar niðursveiflu.Öryggisbragur Öryggisbragur í heilbrigðisþjónustu er flókið hugtak, en felur í sér sameiginleg gildi og viðhorf sem ásamt skipulagi og stjórnun stofnunar leiða til ákveðins vinnulags og hegðunarmynsturs um öryggi þjónustunnar. Góður öryggisbragur er fyrir hendi þar sem öryggi sjúklinga er sett í öndvegi og áhættustjórnun er samofin öllu því sem gert er. Slíkur öryggisbragur einkennist af opnum samskiptum og gagnkvæmu trausti milli starfsmanna og sjúklinga. Þar sem öryggisbragur er þróaður eru atvik í þjónustunni skoðuð ofan í kjölinn, reynt að læra af þeim og beita markvissum aðgerðum til að koma í veg fyrir að þau gerist aftur. Aftur á móti ef öryggisbragur er vanþróaður er atvikum sópað undir teppið eða áhersla lögð á að finna sökudólg í stað þess að leita lausna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að orsakir atvika eru í flestum tilfellum margþættar og tengjast í mörgum tilvikum ágöllum í skipulagi. Því er mikilvægara að spyrja: Hvað gerðist, í stað þess að leita sökudólgs með spurningunni: Hverjum er það að kenna?Að lokum Heilbrigðisstarfsfólki ber lagaleg, fagleg og siðfræðileg skylda til að veita góða heilbrigðisþjónustu og bera hag notenda þjónustunnar fyrir brjósti. Stjórnendum heilbrigðisstofnana ber síðan skylda til að fylgjast með mælikvörðum varðandi gæði þjónustu, öryggi sjúklinga og öryggi starfsfólks, m.a. varðandi álag og bregðast við með viðeigandi hætti til að tryggja gæði og öryggi þjónustunnar. Gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu koma ekki af sjálfu sér og því þurfa Embætti landlæknis, heilbrigðisstarfsfólk, heilbrigðisstofnanir, notendur þjónustunnar og allur almenningur að taka höndum saman við að stuðla að góðri heilbrigðisþjónustu. Landlæknir hvetur starfsfólk og notendur þjónustunnar til að koma ábendingum um það sem betur má fara hvað varðar gæði og öryggi til stjórnenda heilbrigðisstofnana og ef þeir eru ekki sáttir við viðbrögð þeirra geta þeir leitað til Embættis landlæknis með áhyggjur sínar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun