Innlent

Segja vinnubrögð ASÍ óvönduð og ómarktæk

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fréttatilkynning ASÍ er staðfesting á óvönduðum og ómarktækum vinnubrögðum. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Högum sem fyrirtækið sendi frá sér í dag.

Samkvæmt verðlagsmælingum ASÍ hefur vörukarfa í Bónus hækkað um liðlega 12 prósent umfram verðbólgu frá árinu 2008.

Hagar gagnrýna mælingar ASÍ og segja þær ekki standast skoðun.

Fréttatilkynning Haga

„Í fréttatilkynningu frá ASÍ í dag er alhæft um þróun verðlags á dagvörumarkaði. Þar segir að vörukarfan í Bónus hafi hækkað langt umfram vísitölu neysluverðs frá árinu 2008. Á meðan vísitala neysluverðs hafi hækkað um 46% hafi vörukarfa Bónus hækkað um 64%. Tilgreint er að ákveðinn keppinautur hafi hækkað vörukörfuna um 26% á sama tímabili. Í þessu felst fullyrðing um að Bónus hafi hækkað verðlag um 40% umfram hækkun neysluverðsvísitölu.

Á árinu 2008 bauð Bónus ódýrasta valkostinn á dagvörumarkaði. Í dag býður Bónus enn ódýrasta valkostinn á dagvörumarkaði. Það er því ljóst að aðferðir ASÍ við mælingu og upplýsingagjöf standast enga skoðun. Fréttatilkynning ASÍ segir í raun að Bónus hafi hækkað verð um 40% umfram hækkun almenns verðlags á meðan verðhækkun keppinautar hafi verið um 40% minni en hækkun almenns verðlags. Augljóst er að sá keppinautur ætti að vera ekki bara ódýrasti, heldur lang ódýrasti valkosturinn á dagvörumarkaði skv. niðurstöðu ASÍ.

Aðferðir ASÍ við mælingu verðlags hafa verið gagnrýndar um langt skeið og af fjölmörgum aðilum. Ekki að ástæðulausu, eins og hér er bent á.

Rétt er að taka það fram að Bónus er fylgjandi vönduðum verðkönnunum og upplýsingagjöf til viðskiptavina sinna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×