Innlent

Eftirlýstur með haglabyssu í bílaleigubíl

Myndin er bæði sviðsett og tengist ekki fréttinni beint.
Myndin er bæði sviðsett og tengist ekki fréttinni beint.
Tilkynnt var um að haglabyssa og skotfæri í tösku hefðu fundist í bílaleigubíl, sem hafði verið í útleigu, í vikunni.

Starfsmaður bílaleigunnar, sem er á Suðurnesjum, hafði tekið bílinn af þeim sem hafði leigt hann, því sá síðarnefndi hafði ekki skilað honum á tilsettum tíma né sinnt tilmælum þar að lútandi. Þá neitaði hann að greiða leiguna, en sagði tiltekið tryggingafélag eiga að greiða hana.

Félagið hafði tekið bifreiðina á leigu fyrir manninn, en einungis í skamman tíma sem var löngu liðinn.

Starfsmaður bílaleigunnar fór því með aukalykla og sótti bílinn þar sem af honum hefði frést á bílastæði. Lögreglan tók haglabyssuna og skotfærin í sína verslu.

Sá sem neitaði að skila bílnum reyndist skráður fyrir byssunni, en var jafnframt eftirlýstur, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×