Flugvél Icelandair snúið við - hægri hreyfillinn bilaði 17. nóvember 2013 15:30 Viðgerðarmenn eru að skoða vélina. mynd/Kristófer Helgason Flugvél Icelandair sem var á leið frá Glasgow til Íslands var snúið við eftir um hálftíma langt flug. Kristófer Helgason, útvarpsmaður á Bylgjunni var um um borð. „Það kom tilkynning aftur í vél: „Mayday mayday, right engine down“ (ísl. Mayday mayday, slökkt á vél hægra megin),“ segir hann. „Ég efast um að farþegarnir hafi átt að heyra þessa tilkynningu en talsverð hræðsla varð meðal farþeganna við að heyra þetta.“ Magnús Agnar Magnússon var einnig um borð. „Flugstjóri vélarinnar tilkynnti farþegum um að ljós í mælaborðinu virkuðu ekki og gaf til kynna að bilun væri í gangi,“ segir Magnús. „Um tíu mínútum síðar kom í ljós að hreyfill öðru megin væri farinn.“ Þeir segja báðir að talsverð hræðsla hafi verið meðal farþeganna en starfsfólkið hafi staðið sig mjög vel. „Við fundum ekkert fyrir þessu og ef tilkynningin hefði ekki komið hefði ég ekkert orðið var við þetta,“ segir Magnús. Kristófer sagðist hafa fengið þær upplýsingar að flugvélar af þeirri gerð sem þau voru um borð í væru gerðar til þess að fljúga á öðrum hreyflinum. Það væru stjarnfræðilega litlar líkur á því að hinn hreyfillinn færi líka. „Maður fann samt að það var smá stress hjá flugstjóranum og flugfreyjunum enda víst ekki oft sem svona kemur upp á,“ segir Kristófer. Lendingin gekk vel og allt gekk hnökralaust fyrir sig. „Auðvitað er þetta óþægilegt og það var mikið spennufall þegar vélin lenti,“ segir hann. Magnús er umboðsmaður knattspyrnumanna á Íslandi og segir að í fimm mínútur hafi landsleikurinn við Króatíu næsta þriðjudag ekki skipt neinu máli. „En hann er farinn að skipta máli aftur,“ segir hann.mynd/Kristófer Helgason Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Flugvél Icelandair sem var á leið frá Glasgow til Íslands var snúið við eftir um hálftíma langt flug. Kristófer Helgason, útvarpsmaður á Bylgjunni var um um borð. „Það kom tilkynning aftur í vél: „Mayday mayday, right engine down“ (ísl. Mayday mayday, slökkt á vél hægra megin),“ segir hann. „Ég efast um að farþegarnir hafi átt að heyra þessa tilkynningu en talsverð hræðsla varð meðal farþeganna við að heyra þetta.“ Magnús Agnar Magnússon var einnig um borð. „Flugstjóri vélarinnar tilkynnti farþegum um að ljós í mælaborðinu virkuðu ekki og gaf til kynna að bilun væri í gangi,“ segir Magnús. „Um tíu mínútum síðar kom í ljós að hreyfill öðru megin væri farinn.“ Þeir segja báðir að talsverð hræðsla hafi verið meðal farþeganna en starfsfólkið hafi staðið sig mjög vel. „Við fundum ekkert fyrir þessu og ef tilkynningin hefði ekki komið hefði ég ekkert orðið var við þetta,“ segir Magnús. Kristófer sagðist hafa fengið þær upplýsingar að flugvélar af þeirri gerð sem þau voru um borð í væru gerðar til þess að fljúga á öðrum hreyflinum. Það væru stjarnfræðilega litlar líkur á því að hinn hreyfillinn færi líka. „Maður fann samt að það var smá stress hjá flugstjóranum og flugfreyjunum enda víst ekki oft sem svona kemur upp á,“ segir Kristófer. Lendingin gekk vel og allt gekk hnökralaust fyrir sig. „Auðvitað er þetta óþægilegt og það var mikið spennufall þegar vélin lenti,“ segir hann. Magnús er umboðsmaður knattspyrnumanna á Íslandi og segir að í fimm mínútur hafi landsleikurinn við Króatíu næsta þriðjudag ekki skipt neinu máli. „En hann er farinn að skipta máli aftur,“ segir hann.mynd/Kristófer Helgason
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira