Guðríður stefnir á formannssætið Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. nóvember 2013 22:39 Guðríður Arnardóttir. Guðríður Arnardóttir hefur lýst yfir framboði til formanns Félags framhaldsskólakennara. Guðríður hefur verið bæjarfulltrúi í Kópavogi í rúmlega sjö ár, er núverandi varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúi Íslands í sveitarstjórnarvettvangi Evrópuráðsins. Hún hefur áður lýst því yfir að hún muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þátttöku á vettvangi sveitarstjórnarmála og stígur til hliðar næsta vor. Guðríður er menntaður framhaldsskólakennari með diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu. Hún hefur kennt raungreinar við Fjölbrautaskólann í Garðabæ síðastliðin 10 ár. „Nú eru blikur á lofti um skipan menntamála sem aldrei fyrr. Það er hart sótt að framhaldsskólum landsins með einhliða hugmyndum um styttingu náms til stúdentsprófs. Hugmyndum um sparnað í rekstri framhaldsskólans á kostnað námsins þarf að svara á faglegum grundvelli og ræða framtíð framhaldsmenntunar á Íslandi af yfirvegun og fagmennsku,“ segir Guðríður í tilkynningu til fjölmiðla. „Framhaldsskólakennarar þurfa sterka rödd til varnar faglegu starfi innan skólanna og til sóknar í kjarabaráttu sinni, en framhaldsskólakennarar hafa dregist aftur úr sambærilegum stéttum í launum á síðustu misserum. Ég hef lengi haft áhuga á verkalýðsbaráttu og kjaramálum míns stéttarfélags og býð fram krafta mína fyrir þann málstað. Ég bið um stuðning minna félaga í starf formanns sem kosið verður um í janúar á næsta ári. Núverandi formaður Félags framhaldsskólakennara, Aðalheiður Steingrímsdóttir, mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs og ljóst að kosið verður um nýjan formann, sem mun taka við embætti næsta vor. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Guðríður Arnardóttir hefur lýst yfir framboði til formanns Félags framhaldsskólakennara. Guðríður hefur verið bæjarfulltrúi í Kópavogi í rúmlega sjö ár, er núverandi varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúi Íslands í sveitarstjórnarvettvangi Evrópuráðsins. Hún hefur áður lýst því yfir að hún muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þátttöku á vettvangi sveitarstjórnarmála og stígur til hliðar næsta vor. Guðríður er menntaður framhaldsskólakennari með diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu. Hún hefur kennt raungreinar við Fjölbrautaskólann í Garðabæ síðastliðin 10 ár. „Nú eru blikur á lofti um skipan menntamála sem aldrei fyrr. Það er hart sótt að framhaldsskólum landsins með einhliða hugmyndum um styttingu náms til stúdentsprófs. Hugmyndum um sparnað í rekstri framhaldsskólans á kostnað námsins þarf að svara á faglegum grundvelli og ræða framtíð framhaldsmenntunar á Íslandi af yfirvegun og fagmennsku,“ segir Guðríður í tilkynningu til fjölmiðla. „Framhaldsskólakennarar þurfa sterka rödd til varnar faglegu starfi innan skólanna og til sóknar í kjarabaráttu sinni, en framhaldsskólakennarar hafa dregist aftur úr sambærilegum stéttum í launum á síðustu misserum. Ég hef lengi haft áhuga á verkalýðsbaráttu og kjaramálum míns stéttarfélags og býð fram krafta mína fyrir þann málstað. Ég bið um stuðning minna félaga í starf formanns sem kosið verður um í janúar á næsta ári. Núverandi formaður Félags framhaldsskólakennara, Aðalheiður Steingrímsdóttir, mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs og ljóst að kosið verður um nýjan formann, sem mun taka við embætti næsta vor.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira