Innlent

Fleiri farsímum stolið

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Þjófnuðum á farsímum, eldsneyti og skráningarmerkjum fjölgaði í nóvember miðað við undanfarna mánuði. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nóvembermánuð 2013.

Tilkynningum um reiðhjólaþjófnaði fækkaði og hafa þær ekki verið færri í einum mánuði síðan í desember 2011.

57 innbrot voru tilkynnt, sem er svipaður fjöldi og mánuðina tvo þar á undan. Tilkynningum um eignaspjöll fækkaði verulega milli mánaða og voru 77 tilkynningar í nóvember um slíkt.

Færri ofbeldisbrot voru tilkynnt í nóvember en í mánuðinum á undan en þó var tilkynnt um 69 brot. Tilkynningum um ofbeldisbrot fjölgaði í miðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×