Listamenn eiga nóg af pottum og pönnum Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. nóvember 2013 10:00 Hrafnhildur segir algeran niðurskurð á myndlistarsjóði, úr 45 milljónum í núll, reiðarslag. Fréttablaðið/Daníel „Ef svo ólíklega vill til að þessi mistök verða ekki leiðrétt í annarri umræðu um fjárlögin nú í byrjun desember, sé ég ekki að við höfum margt í stöðunni annað en að fara að ráði frænda okkar í Noregi. Þeir mótmæltu harðlega fyrir utan þinghúsið í Ósló í síðustu viku vegna niðurskurðar á þeim bænum. Ég geri ráð fyrir að listamenn landsins eigi enn nóg af pottum og pönnum, sjálf á ég eina undna pönnu sem yrði fín,“ segir Hrafnhildur Sigurðardóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna. Hrafnhildur bendir á að málflutningur forsætisráðherra um síðustu helgi sé ótrúlegur. Hann segi að það sé raunar ekki hægt að tala um að það sé verið að skera niður á sviðum þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að skera niður að undanförnu. Og hann nefnir sem dæmi rannsóknir, kvikmyndagerð og skapandi greinar. „Hvernig hann fær það út er bara lygileg sögufölsun þar sem hann eignar sér hækkanir til skapandi greina frá síðustu stjórn,“ segir Hrafnhildur. Mennta- og menningarráðuneyti hóf gerð myndlistarlaga árið 2007 og áttu þau að líta dagsins ljós árið 2008. Þá héldu sömu stjórnmálaflokkar um stjórnartaumana og nú. Stjórn SÍM hafði sem hagsmunaaðili sent inn athugasemdir við lögin það ár, en vinna við lagasmíðina var sett á ís við fjármálahrunið það haust, enda óljóst hvort hægt væri að fjármagna myndlistarráð og sjóð því tengdan. Grundvöllurinn var því brostinn fyrir starfseminni, að sögn Hrafnhildar. Þetta ferli hafi síðan verið tekið upp að nýju í ársbyrjun 2012 og lögin staðfest á Alþingi um sumarið. „Það eru því vond skilaboð til myndlistarmanna í landinu, sem hafa beðið hvað lengst allra listgreina eftir slíkum sjóði, að þetta hafi eiginlega bara verið allt í plati.“ Alger niðurskurður á þessum sjóði sem nú blasir við, úr 45 milljónum króna í núll, er reiðarslag, segir Hrafnhildur, enda voru væntingar myndlistarmanna miklar með tilkomu nýju laganna. Hér var loks kominn sjóður sem gæti aukið líkur listamanna á að fá styrki frá útlöndum, styrki sem krefjast mótframlags, bætir hún við. Stjórn SÍM hefur í samvinnu við Listfræðafélag Íslands og sem aðildarfélag Bandalags íslenskra listamanna sent bæði fjárlaganefnd Alþingis og mennta- og menningarráðherra bréf þar sem sjónarmið þeirra eru skýrð og bent á þessi mistök sem orðið hafa við fjárlagagerðina. Óskað hefur verið eftir fundi til að fylgja þessum erindum eftir. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira
„Ef svo ólíklega vill til að þessi mistök verða ekki leiðrétt í annarri umræðu um fjárlögin nú í byrjun desember, sé ég ekki að við höfum margt í stöðunni annað en að fara að ráði frænda okkar í Noregi. Þeir mótmæltu harðlega fyrir utan þinghúsið í Ósló í síðustu viku vegna niðurskurðar á þeim bænum. Ég geri ráð fyrir að listamenn landsins eigi enn nóg af pottum og pönnum, sjálf á ég eina undna pönnu sem yrði fín,“ segir Hrafnhildur Sigurðardóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna. Hrafnhildur bendir á að málflutningur forsætisráðherra um síðustu helgi sé ótrúlegur. Hann segi að það sé raunar ekki hægt að tala um að það sé verið að skera niður á sviðum þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að skera niður að undanförnu. Og hann nefnir sem dæmi rannsóknir, kvikmyndagerð og skapandi greinar. „Hvernig hann fær það út er bara lygileg sögufölsun þar sem hann eignar sér hækkanir til skapandi greina frá síðustu stjórn,“ segir Hrafnhildur. Mennta- og menningarráðuneyti hóf gerð myndlistarlaga árið 2007 og áttu þau að líta dagsins ljós árið 2008. Þá héldu sömu stjórnmálaflokkar um stjórnartaumana og nú. Stjórn SÍM hafði sem hagsmunaaðili sent inn athugasemdir við lögin það ár, en vinna við lagasmíðina var sett á ís við fjármálahrunið það haust, enda óljóst hvort hægt væri að fjármagna myndlistarráð og sjóð því tengdan. Grundvöllurinn var því brostinn fyrir starfseminni, að sögn Hrafnhildar. Þetta ferli hafi síðan verið tekið upp að nýju í ársbyrjun 2012 og lögin staðfest á Alþingi um sumarið. „Það eru því vond skilaboð til myndlistarmanna í landinu, sem hafa beðið hvað lengst allra listgreina eftir slíkum sjóði, að þetta hafi eiginlega bara verið allt í plati.“ Alger niðurskurður á þessum sjóði sem nú blasir við, úr 45 milljónum króna í núll, er reiðarslag, segir Hrafnhildur, enda voru væntingar myndlistarmanna miklar með tilkomu nýju laganna. Hér var loks kominn sjóður sem gæti aukið líkur listamanna á að fá styrki frá útlöndum, styrki sem krefjast mótframlags, bætir hún við. Stjórn SÍM hefur í samvinnu við Listfræðafélag Íslands og sem aðildarfélag Bandalags íslenskra listamanna sent bæði fjárlaganefnd Alþingis og mennta- og menningarráðherra bréf þar sem sjónarmið þeirra eru skýrð og bent á þessi mistök sem orðið hafa við fjárlagagerðina. Óskað hefur verið eftir fundi til að fylgja þessum erindum eftir.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira