Skraflþyrstir Íslendingar fagna Kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. nóvember 2013 09:43 Sigrún Helga Lund er ánægð með netútgáfu Skraflsins. Fréttablaðið/Vilhelm Skraflþyrstir Íslendingar geta nú svalað þorsta sínum á netinu, en Skraflfélag Íslands hefur opnað vefsvæði þar sem hægt er að spila leikinn vinsæla á íslensku. Sigrún Helga Lund, einn af meðlimum Skraflfélagsins, segir aðdraganda útgáfu netleiksins stuttan. „Norska skraflkempan Taral Seierstad kom hingað til lands í tengslum við Íslandsmótið í skrafli fyrr í mánuðinum. Við komumst að því að hann hafði forritað netútgáfu skrafls á norsku. Við fengum hann til þess að nota norska gagnagrunninn og setja inn íslenskuna í staðinn,“ segir Sigrún. Oft er talað um að íslenskan sé flókið mál og fjöldi orða og orðmynda í skraflinu rennir stoðum undir þær tilgátur. „Taral hélt að við hefðum gert einhver mistök, því hann fékk 2,2 milljónir orða og orðmynda. Til samanburðar eru þær þrjú hundruð þúsund í ensku og fjögur hundruð þúsund í norsku,“ útskýrir Sigrún. Skraflfélagið fékk að notast við gagnagrunn Stofnunar Árna Magnússonar. „Kristín Bjarnadóttir ritstjóri Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls, var okkur innan handar. Þaðan fengum við stóran hluta orða og orðmynda sem við þurftum í netleikinn, en við þurfum að bæta við óbeygjanlegum orðum,“ segir Sigrún. Skraflfélag Íslands er vaxandi samtök og hittast meðlimir reglulega. „Við hittumst fyrsta miðvikudag hvers mánaðar á Café Haítí klukkan 20. Næsti hittingur er einmitt næsta miðvikudag og eru allir velkomnir,“ segir Sigrún. Hægt er að spila netútgáfu skraflsins á slóðinni ordaleikur.appspot.com. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Skraflþyrstir Íslendingar geta nú svalað þorsta sínum á netinu, en Skraflfélag Íslands hefur opnað vefsvæði þar sem hægt er að spila leikinn vinsæla á íslensku. Sigrún Helga Lund, einn af meðlimum Skraflfélagsins, segir aðdraganda útgáfu netleiksins stuttan. „Norska skraflkempan Taral Seierstad kom hingað til lands í tengslum við Íslandsmótið í skrafli fyrr í mánuðinum. Við komumst að því að hann hafði forritað netútgáfu skrafls á norsku. Við fengum hann til þess að nota norska gagnagrunninn og setja inn íslenskuna í staðinn,“ segir Sigrún. Oft er talað um að íslenskan sé flókið mál og fjöldi orða og orðmynda í skraflinu rennir stoðum undir þær tilgátur. „Taral hélt að við hefðum gert einhver mistök, því hann fékk 2,2 milljónir orða og orðmynda. Til samanburðar eru þær þrjú hundruð þúsund í ensku og fjögur hundruð þúsund í norsku,“ útskýrir Sigrún. Skraflfélagið fékk að notast við gagnagrunn Stofnunar Árna Magnússonar. „Kristín Bjarnadóttir ritstjóri Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls, var okkur innan handar. Þaðan fengum við stóran hluta orða og orðmynda sem við þurftum í netleikinn, en við þurfum að bæta við óbeygjanlegum orðum,“ segir Sigrún. Skraflfélag Íslands er vaxandi samtök og hittast meðlimir reglulega. „Við hittumst fyrsta miðvikudag hvers mánaðar á Café Haítí klukkan 20. Næsti hittingur er einmitt næsta miðvikudag og eru allir velkomnir,“ segir Sigrún. Hægt er að spila netútgáfu skraflsins á slóðinni ordaleikur.appspot.com.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira