Lífið

Anchorman 2 gæti fengið tilnefningu til Óskarsverðlauna

Lagið Doby úr kvikmyndinni Anchorman 2: The Legend Continues gæti verið tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokki besta frumsamda lagsins.

Lagið, sem heitir Doby, er tveggja mínútna óður til Doby, sem er persóna eða dýr sem snart Ron Burgundy með „svipbrigðalausu andliti sínu“.

Doby er samið af aðalleikaranum Will Ferrell, leikstjóranum Adam McKay og tónlistarmönnunum John Nau og Andrew Feltenstein.

Will Ferrell flytur lagið ásamt barnakór.

Hægt er að nálgast lagið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.