Styttir ferðatímann um allt að helming Svavar Hávarðsson skrifar 15. apríl 2013 07:00 Með nýjum hraðleiðum er hugmyndin að stórbæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Vilhelm Hægt er að stytta ferðatíma almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu stórlega með notkun hraðvagna; sérstaks kerfis sem bætir hraða og áreiðanleika strætisvagna. Stofnkostnaður hraðvagnakerfis er margfalt minni samanborið við léttlestakerfi, sem hefur verið nefnt sem vænlegur kostur. Þetta er meðal niðurstaðna umferðarverkfræðinganna Grétars Þórs Ævarssonar og Þorsteins R. Hermannssonar, hjá verkfræðistofunni Mannviti. Skipulagsyfirvöld í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hafa hugmynd þeirra til skoðunar, enda sameiginlegur eigandi Strætó bs. Allir sem gerst þekkja telja nauðsynlegt að bæta almenningssamgöngur á Íslandi. Þetta endurspeglast í þingsályktunartillögu um samgönguáætlun 2011-2022 þar sem segir að í samvinnu við sveitarfélögin verði unnið að því að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum sem farnar eru á höfuðborgarsvæðinu. Þetta markmið næst aldrei án grundvallarbreytinga og því telja þeir Grétar Þór og Þorsteinn það „skynsamlegt og jafnvel nauðsynlegt“ að þróa hluta almannasamgöngukerfisins yfir í hraðvagnakerfi. Þorsteinn segir að hraðvagnakerfi í borgum af sömu stærðargráðu og höfuðborgarsvæðið sé víða að finna. Eins í stærri borgum, þar á meðal í Seattle í Bandaríkjunum þar sem þeir Grétar dvöldu við verkfræðinám. „Þar var umræða um léttlestakerfi en menn náðu því aldrei heim og saman að ávinningurinn svaraði kostnaði. Hvað þá hér heima þar sem engir eru lestarteinarnir og aðrir innviðir sem verða að vera til staðar – og þá er þekkingin enn ónefnd,“ segir Þorsteinn. Hraðvagnakerfi er nokkurs konar millistig milli hefðbundinna strætisvagnakerfa og lestakerfa. Hugmyndin eins og hún stendur í dag snýst um hraðvagna á leið 1 hjá Strætó (S1) sem fyrsta áfanga, en þar liggja fyrir hugmyndir um léttlest. Áætlað er að stofnkostnaður hraðvagnaleiðar milli samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri (BSÍ) og verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar í Hafnarfirði sé á bilinu sex til sjö milljarðar króna. Inni í þeirri áætlun eru sérreinar og aðrar forgangsaðgerðir, biðstöðvar og vagnar. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Hægt er að stytta ferðatíma almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu stórlega með notkun hraðvagna; sérstaks kerfis sem bætir hraða og áreiðanleika strætisvagna. Stofnkostnaður hraðvagnakerfis er margfalt minni samanborið við léttlestakerfi, sem hefur verið nefnt sem vænlegur kostur. Þetta er meðal niðurstaðna umferðarverkfræðinganna Grétars Þórs Ævarssonar og Þorsteins R. Hermannssonar, hjá verkfræðistofunni Mannviti. Skipulagsyfirvöld í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hafa hugmynd þeirra til skoðunar, enda sameiginlegur eigandi Strætó bs. Allir sem gerst þekkja telja nauðsynlegt að bæta almenningssamgöngur á Íslandi. Þetta endurspeglast í þingsályktunartillögu um samgönguáætlun 2011-2022 þar sem segir að í samvinnu við sveitarfélögin verði unnið að því að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum sem farnar eru á höfuðborgarsvæðinu. Þetta markmið næst aldrei án grundvallarbreytinga og því telja þeir Grétar Þór og Þorsteinn það „skynsamlegt og jafnvel nauðsynlegt“ að þróa hluta almannasamgöngukerfisins yfir í hraðvagnakerfi. Þorsteinn segir að hraðvagnakerfi í borgum af sömu stærðargráðu og höfuðborgarsvæðið sé víða að finna. Eins í stærri borgum, þar á meðal í Seattle í Bandaríkjunum þar sem þeir Grétar dvöldu við verkfræðinám. „Þar var umræða um léttlestakerfi en menn náðu því aldrei heim og saman að ávinningurinn svaraði kostnaði. Hvað þá hér heima þar sem engir eru lestarteinarnir og aðrir innviðir sem verða að vera til staðar – og þá er þekkingin enn ónefnd,“ segir Þorsteinn. Hraðvagnakerfi er nokkurs konar millistig milli hefðbundinna strætisvagnakerfa og lestakerfa. Hugmyndin eins og hún stendur í dag snýst um hraðvagna á leið 1 hjá Strætó (S1) sem fyrsta áfanga, en þar liggja fyrir hugmyndir um léttlest. Áætlað er að stofnkostnaður hraðvagnaleiðar milli samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri (BSÍ) og verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar í Hafnarfirði sé á bilinu sex til sjö milljarðar króna. Inni í þeirri áætlun eru sérreinar og aðrar forgangsaðgerðir, biðstöðvar og vagnar.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira