Styttir ferðatímann um allt að helming Svavar Hávarðsson skrifar 15. apríl 2013 07:00 Með nýjum hraðleiðum er hugmyndin að stórbæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Vilhelm Hægt er að stytta ferðatíma almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu stórlega með notkun hraðvagna; sérstaks kerfis sem bætir hraða og áreiðanleika strætisvagna. Stofnkostnaður hraðvagnakerfis er margfalt minni samanborið við léttlestakerfi, sem hefur verið nefnt sem vænlegur kostur. Þetta er meðal niðurstaðna umferðarverkfræðinganna Grétars Þórs Ævarssonar og Þorsteins R. Hermannssonar, hjá verkfræðistofunni Mannviti. Skipulagsyfirvöld í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hafa hugmynd þeirra til skoðunar, enda sameiginlegur eigandi Strætó bs. Allir sem gerst þekkja telja nauðsynlegt að bæta almenningssamgöngur á Íslandi. Þetta endurspeglast í þingsályktunartillögu um samgönguáætlun 2011-2022 þar sem segir að í samvinnu við sveitarfélögin verði unnið að því að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum sem farnar eru á höfuðborgarsvæðinu. Þetta markmið næst aldrei án grundvallarbreytinga og því telja þeir Grétar Þór og Þorsteinn það „skynsamlegt og jafnvel nauðsynlegt“ að þróa hluta almannasamgöngukerfisins yfir í hraðvagnakerfi. Þorsteinn segir að hraðvagnakerfi í borgum af sömu stærðargráðu og höfuðborgarsvæðið sé víða að finna. Eins í stærri borgum, þar á meðal í Seattle í Bandaríkjunum þar sem þeir Grétar dvöldu við verkfræðinám. „Þar var umræða um léttlestakerfi en menn náðu því aldrei heim og saman að ávinningurinn svaraði kostnaði. Hvað þá hér heima þar sem engir eru lestarteinarnir og aðrir innviðir sem verða að vera til staðar – og þá er þekkingin enn ónefnd,“ segir Þorsteinn. Hraðvagnakerfi er nokkurs konar millistig milli hefðbundinna strætisvagnakerfa og lestakerfa. Hugmyndin eins og hún stendur í dag snýst um hraðvagna á leið 1 hjá Strætó (S1) sem fyrsta áfanga, en þar liggja fyrir hugmyndir um léttlest. Áætlað er að stofnkostnaður hraðvagnaleiðar milli samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri (BSÍ) og verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar í Hafnarfirði sé á bilinu sex til sjö milljarðar króna. Inni í þeirri áætlun eru sérreinar og aðrar forgangsaðgerðir, biðstöðvar og vagnar. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Hægt er að stytta ferðatíma almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu stórlega með notkun hraðvagna; sérstaks kerfis sem bætir hraða og áreiðanleika strætisvagna. Stofnkostnaður hraðvagnakerfis er margfalt minni samanborið við léttlestakerfi, sem hefur verið nefnt sem vænlegur kostur. Þetta er meðal niðurstaðna umferðarverkfræðinganna Grétars Þórs Ævarssonar og Þorsteins R. Hermannssonar, hjá verkfræðistofunni Mannviti. Skipulagsyfirvöld í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hafa hugmynd þeirra til skoðunar, enda sameiginlegur eigandi Strætó bs. Allir sem gerst þekkja telja nauðsynlegt að bæta almenningssamgöngur á Íslandi. Þetta endurspeglast í þingsályktunartillögu um samgönguáætlun 2011-2022 þar sem segir að í samvinnu við sveitarfélögin verði unnið að því að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum sem farnar eru á höfuðborgarsvæðinu. Þetta markmið næst aldrei án grundvallarbreytinga og því telja þeir Grétar Þór og Þorsteinn það „skynsamlegt og jafnvel nauðsynlegt“ að þróa hluta almannasamgöngukerfisins yfir í hraðvagnakerfi. Þorsteinn segir að hraðvagnakerfi í borgum af sömu stærðargráðu og höfuðborgarsvæðið sé víða að finna. Eins í stærri borgum, þar á meðal í Seattle í Bandaríkjunum þar sem þeir Grétar dvöldu við verkfræðinám. „Þar var umræða um léttlestakerfi en menn náðu því aldrei heim og saman að ávinningurinn svaraði kostnaði. Hvað þá hér heima þar sem engir eru lestarteinarnir og aðrir innviðir sem verða að vera til staðar – og þá er þekkingin enn ónefnd,“ segir Þorsteinn. Hraðvagnakerfi er nokkurs konar millistig milli hefðbundinna strætisvagnakerfa og lestakerfa. Hugmyndin eins og hún stendur í dag snýst um hraðvagna á leið 1 hjá Strætó (S1) sem fyrsta áfanga, en þar liggja fyrir hugmyndir um léttlest. Áætlað er að stofnkostnaður hraðvagnaleiðar milli samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri (BSÍ) og verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar í Hafnarfirði sé á bilinu sex til sjö milljarðar króna. Inni í þeirri áætlun eru sérreinar og aðrar forgangsaðgerðir, biðstöðvar og vagnar.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira