Enski boltinn

Sturridge hefur mikla trú á stjóranum sínum

Daniel Sturridge kom til Liverpool frá Chelsea í janúar og blómstraði undir stjórn Brendan Rodgers. Framherjinn hefur mikla trú á hugmyndafræði stjórans.

Rodgers hefur verið að breyta leikstíl liðsins og Sturridge er fullviss um að það muni skila liðinu góðum árangri.

"Miðað við hans hugmyndafræði ættum við að keppa um titla. Ég held að þetta lið eigi eftir að verða frábært. Ég tel að við höfum bætt okkur síðasta vetur og að við séum á réttri leið," sagði Sturridge.

"Það er spennandi að taka þátt í þessu verkefni. Hann keypti mig og fleiri til þess að koma Liverpool aftur á toppinn þar sem félagið á heima."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×