Enski boltinn

Eiður Smári var uppáhaldið hans Hasselbaink

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink fagna marki.
Eiður Smári Guðjohnsen og Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink fagna marki. Mynd/AFP
Eiður Smári Guðjohnsen og Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink léku saman í framlínu Chelsea á árunum 2000 til 2004, frá því Chelsea keypti þá sumarið 2000. Hasselbaink kom frá Atlético de Madrid en Eiður Smári frá Bolton.

Þeir náðu vel saman og Hasselbaink talar afar vel um íslenska landsliðsmanninn í viðtali í nýjasta tímariti FourFourTwo en Jimmy Floyd Hasselbaink tók nýverið við belgíska félaginu Royal Antwerp.

„Hann var uppáhalds félagi minn í framlínunni, já. Eiður og ég vorum mjög góðir vinir innan vallar sem utan vallar," sagði Hasselbaink í viðtali í nýjasta tímariti FourFourTwo en þetta kemur fram á fótbolti.net.

Jimmy Floyd Hasselbaink skoraði 69 mörk í 136 deildarleikjum með Chelsea á þessum fjórum tímabilum en Eiður Smári skoraði á sama tíma 40 mörk í 123 deildarleikjum.

„Ég held að það mikilvægasta hafi verið að við vildum báðir að hinum aðilanum myndi ganga vel. Við náðum að vega hvorn annan upp því ég hafði ákveðna hluti sem Eiður hafði ekki og öfugt."

„Við vissum alltaf hvar hinn aðilinn var á vellinum hverju sinni. Við lögðum upp mörk fyrir hvorn annan en hann sá samt aðeins meira um að leggja upp en ég. Þetta virkaði bara. Það hjálpaði líka að hann talaði hollensku reiprennandi," segir Jimmy Floyd Hasselbaink í nýjasta tímariti FourFourTwo.

Besta tímabilið þeirra saman var 2001-02 en Hasselbaink skoraði þá 23 mörk í 35 leikjum en Eiður Smári var með 14 mörk í 32 leikjum. Þeir voru því saman með 37 deildarmörk það tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×