Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Fram 1-2 Stefán Árni Pálsson á Ólafsvíkurvelli skrifar 5. maí 2013 00:01 Fram vann fínan sigur, 2-1, á Víking Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu og byrja nýliðarnir á tapi í ár. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur og komu öll mörk leiksins á fyrstu 45 mínútunum. Síðari hálfleikurinn náði aldrei neinu flugi og fátt markvert gerðist í hálfleiknum. Almarr Ormarsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson gerði sitt markið hvor fyrir Fram í leiknum en Steinar Már Ragnarsson skoraði eina mark Víkings. Leikurinn hófst heldur rólega en Framarar voru samt sem áður alltaf einu skrefi á undan. Það virtist vera ákveðin taugatitringur í liði heimamanna en liðið að leika sinn fyrsta leik í efstu deild. Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, gerði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega tíu mínútna leik en hann fékk boltann í miðjum vítateig Víkings og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Leikurinn róaðist nokkuð eftir mark Framara, en gestirnir náðu að skora annað mark leiksins þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum en þar var að verki Bjarni Hólm Aðalsteinsson sem þrumaði boltanum í netið. Víkingar neituðu að gefast upp og náðu eftir mikla baráttu að minnka muninn aðeins nokkrum mínútum síðar þegar Steinar Már Ragnarsson skoraði laglegt mark. Staðan var 2-1 fyrir Fram í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst heldur rólega og voru liðin lengi í gang. Framarar voru ívið sterkari til að byrja með í hálfleiknum og voru líklegir að skora þriðja mark liðsins. Gestirnir náðu ekki að skora fleiri mörk í leiknum en heimamenn náðu aftur á móti ekki að jafna metin og því niðurstaðan fínn sigur Framara 2-1. Framarar hafa ekki byrjað vel á Íslandsmótinu undanfarinn tímabil og því var sigurinn virkilega mikilvægur fyrir Safamýrapilta. Þorvaldur: Ánægjulegt að byrja á sigri„Það er virkilega ánægjulegt að byrja tímabilið á sigri,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í dag. „Við vorum vel tilbúnir í þennan leik og gríðarlega einbeittir. Menn gerðu bara mjög vel í dag.“ „Við vorum með öll völd á vellinum í dag og áttum aldrei að hleypa þeim inn í leikinn þegar þeir minnka muninn.“ „Það er alltaf hættulegt að vera með 2-1 forystu og sérstaklega í svona aðstæðum eins og í dag. Það blés mikið og auðveld að fá á sig mörk í svona aðstæðum.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þorvald hér að ofan. Guðmundur Steinn: Gerðist ekkert hjá okkur í síðari hálfleiknum„Við mættum bara alls ekki klárir í þennan leik,“ sagði Guðmundur Steinn Hafsteinsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, eftir tapið í dag. „Veit ekki hvort spennustigið hafi verið of hátt hjá leikmönnum, ég bara skil þetta ekki í raun. Við klúðruðum leiknum á fyrsta hálftímanum.“ „Framarar mættu ákveðnari og voru tilbúnir í öll návígi, við vorum aftur á móti allt of mikið til baka og gáfum þeim of mikið pláss.“ „Við náum síðan að minnka muninn sem sýnir ákveðin styrk að koma til baka í stað þess að koðna bara niður.“ „Það gerðist ekkert hjá okkur í síðari hálfleiknum og því fór sem fór. Þetta er bara fyrsti leikurinn og við erum hvergi nærri hættir.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Almarr: Frábært að ná í þrjú stig á þessum velli„Það er virkilega gott að ná í þrjú stig hér á þessum erfiða útivelli,“ sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn í dag. „Þó að þetta sé nýtt lið í deildinni þá eiga þeir eftir að ná í fullt af stigum á þessum velli í sumar. Þeir börðust allan leikinn en við vorum einfaldlega ákveðnari og áttum þennan sigur fyllilega skilið.“ „Ég hefði viljað fara með 2-0 forystu inn í hálfleikinn en það gekk ekki eftir og við hleyptum þeim óþarflega nálægt okkur.“ „Það bætti aðeins í vindinn í síðari hálfleiknum og það sást á spilamennsku beggja liða, en gott að ná þessum sigri í hús.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Almarr með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
Fram vann fínan sigur, 2-1, á Víking Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu og byrja nýliðarnir á tapi í ár. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur og komu öll mörk leiksins á fyrstu 45 mínútunum. Síðari hálfleikurinn náði aldrei neinu flugi og fátt markvert gerðist í hálfleiknum. Almarr Ormarsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson gerði sitt markið hvor fyrir Fram í leiknum en Steinar Már Ragnarsson skoraði eina mark Víkings. Leikurinn hófst heldur rólega en Framarar voru samt sem áður alltaf einu skrefi á undan. Það virtist vera ákveðin taugatitringur í liði heimamanna en liðið að leika sinn fyrsta leik í efstu deild. Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, gerði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega tíu mínútna leik en hann fékk boltann í miðjum vítateig Víkings og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Leikurinn róaðist nokkuð eftir mark Framara, en gestirnir náðu að skora annað mark leiksins þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum en þar var að verki Bjarni Hólm Aðalsteinsson sem þrumaði boltanum í netið. Víkingar neituðu að gefast upp og náðu eftir mikla baráttu að minnka muninn aðeins nokkrum mínútum síðar þegar Steinar Már Ragnarsson skoraði laglegt mark. Staðan var 2-1 fyrir Fram í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst heldur rólega og voru liðin lengi í gang. Framarar voru ívið sterkari til að byrja með í hálfleiknum og voru líklegir að skora þriðja mark liðsins. Gestirnir náðu ekki að skora fleiri mörk í leiknum en heimamenn náðu aftur á móti ekki að jafna metin og því niðurstaðan fínn sigur Framara 2-1. Framarar hafa ekki byrjað vel á Íslandsmótinu undanfarinn tímabil og því var sigurinn virkilega mikilvægur fyrir Safamýrapilta. Þorvaldur: Ánægjulegt að byrja á sigri„Það er virkilega ánægjulegt að byrja tímabilið á sigri,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í dag. „Við vorum vel tilbúnir í þennan leik og gríðarlega einbeittir. Menn gerðu bara mjög vel í dag.“ „Við vorum með öll völd á vellinum í dag og áttum aldrei að hleypa þeim inn í leikinn þegar þeir minnka muninn.“ „Það er alltaf hættulegt að vera með 2-1 forystu og sérstaklega í svona aðstæðum eins og í dag. Það blés mikið og auðveld að fá á sig mörk í svona aðstæðum.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þorvald hér að ofan. Guðmundur Steinn: Gerðist ekkert hjá okkur í síðari hálfleiknum„Við mættum bara alls ekki klárir í þennan leik,“ sagði Guðmundur Steinn Hafsteinsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, eftir tapið í dag. „Veit ekki hvort spennustigið hafi verið of hátt hjá leikmönnum, ég bara skil þetta ekki í raun. Við klúðruðum leiknum á fyrsta hálftímanum.“ „Framarar mættu ákveðnari og voru tilbúnir í öll návígi, við vorum aftur á móti allt of mikið til baka og gáfum þeim of mikið pláss.“ „Við náum síðan að minnka muninn sem sýnir ákveðin styrk að koma til baka í stað þess að koðna bara niður.“ „Það gerðist ekkert hjá okkur í síðari hálfleiknum og því fór sem fór. Þetta er bara fyrsti leikurinn og við erum hvergi nærri hættir.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Almarr: Frábært að ná í þrjú stig á þessum velli„Það er virkilega gott að ná í þrjú stig hér á þessum erfiða útivelli,“ sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn í dag. „Þó að þetta sé nýtt lið í deildinni þá eiga þeir eftir að ná í fullt af stigum á þessum velli í sumar. Þeir börðust allan leikinn en við vorum einfaldlega ákveðnari og áttum þennan sigur fyllilega skilið.“ „Ég hefði viljað fara með 2-0 forystu inn í hálfleikinn en það gekk ekki eftir og við hleyptum þeim óþarflega nálægt okkur.“ „Það bætti aðeins í vindinn í síðari hálfleiknum og það sást á spilamennsku beggja liða, en gott að ná þessum sigri í hús.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Almarr með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira