Keppni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefst í dag með þremur leikjum. Sérstakur upphitunarþáttur fyrir deildina var sýndur á Stöð 2 Sport á föstudaginn.
Botninn í þáttinn var sleginn með skemmtilegu myndbandi sem Ólafur Chelbat, framleiðandi á Stöð 2 Sport, setti saman. Þar má sjá skemmtileg tilþrif frá síðustu leiktíð en David Bowie býður upp á tónlistina.
Lagið er Heroes og það verður enginn svikinn af myndbandinu góða.
Hetjurnar í Pepsi-deild karla
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar