Veraldlegt samfélag Bjarni Jónsson skrifar 5. nóvember 2013 06:00 Þegar ég er spurður að því að hvers konar samfélagi ég vil lifa í þá svara ég oftast á þann veg að ég vilji búa í veraldlegu, lýðræðislegu samfélagi sem byggir gildi sín á mannréttindum. Búum við í slíku samfélagi? Ríkir hér fullkomið trúfrelsi? Er ofangreind skilgreining kannski útópía? Hvað þýðir þessi skilgreining? Fyrst og fremst er þarna um að ræða yfirlýsingu um að hið opinbera eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum án sérstakra trúarlegra merkimiða. Hið opinbera er þingið, dómskerfið, skólar, heilbrigðiskerfið og slíkt. Trúfrelsi, sannfæringar- og tjáningarfrelsi eru mikilvægir þættir slíks samfélags og þar með ættu engin tengsl eða afskipti ríkisins að vera af trúar- og lífsskoðunum fólks ólíkt því sem nú er. Opinberar stofnanir eiga ekki að standa fyrir áróðri lífsskoðunarfélaga hvort sem þau eru trúarleg eða veraldleg. Hvernig er staðan á Íslandi miðað við ofangreinda skilgreiningu? Margt jákvætt hefur gerst en því miður er enn töluvert í land. Einfaldast er að benda á að í stjórnarskránni er ákvæði um trúfrelsi en síðan er kveðið á um ríkiskirkju sem stangast algjörlega á. Enn er víða sá háttur á að prestar umgangast leik- og grunnskóla sem um væri að ræða vettvang fyrir barnastarf kirkjunnar en ekki opinbera skóla. Einnig er það sérkennilegt að þing samfélags sem telur sig veraldlegt skuli hefjast með messu og trúarleiðtogi gangi með forseta og þingmönnum á milli kirkju og þings líkt og um trúræðisríki væri að ræða en Siðmennt hefur krafist breytinga þar á og telur að slíkt samrýmist ekki fjölbreytilegu samfélagi sem ríkir hér á landi. Helsti talsmaður veraldlegs samfélags á undanförnum tveimur áratugum hefur verið Siðmennt. Félagið hefur farið fremst í gagnrýni á nánast óheftan aðgang presta að börnum í skólum, verið í forsvari fyrir auknum mannréttindum og hvatt til breytinga á aðalnámsskrá skóla og lagt til að öflug kennsla fari fram um heimspeki, lífsskoðanir og trúarbrögð. Kennsluefnið verði óhlutdrægt og kennt á fræðilegum forsendum en ekki hvað sé „okkar“ og hvað sé „annarra“. Óhætt er að segja að árangur hafi orðið og margt af því sem félagið hefur haldið fram hefur náðst m.a. fyrir atbeina félagsins. Reykjavíkurborg setti sér reglur um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa þar sem m.a. er óheimilt að reka trúboð í skólum borgarinnar og börn og foreldrar þeirra verði ekki sett í þá aðstöðu að þurfa stöðugt að gefa upp lífsskoðanir sínar. Hafnarfjarðarbær hefur einnig innleitt sambærilegar reglur. Í framhaldinu hvatti menntamálaráðuneytið önnur sveitarfélög til að fara sömu leið. Ný námsskrá inniheldur áherslu á trúarbragðafræði í stað kristinfræði auk þess sem gagnrýnin hugsun, siðfræði og heimspeki hafa fengið aukna áherslu. Það er því mikilvægt að þeir sem styðja viðleitni Siðmenntar til þess að hér ríki veraldlegt samfélag sem byggir gildi sín á mannréttindum styðji félagið með því að skrá sig í félagið hjá Þjóðskrá. Þannig er tryggt að unnið verði ötullega að þeim markmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Þegar ég er spurður að því að hvers konar samfélagi ég vil lifa í þá svara ég oftast á þann veg að ég vilji búa í veraldlegu, lýðræðislegu samfélagi sem byggir gildi sín á mannréttindum. Búum við í slíku samfélagi? Ríkir hér fullkomið trúfrelsi? Er ofangreind skilgreining kannski útópía? Hvað þýðir þessi skilgreining? Fyrst og fremst er þarna um að ræða yfirlýsingu um að hið opinbera eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum án sérstakra trúarlegra merkimiða. Hið opinbera er þingið, dómskerfið, skólar, heilbrigðiskerfið og slíkt. Trúfrelsi, sannfæringar- og tjáningarfrelsi eru mikilvægir þættir slíks samfélags og þar með ættu engin tengsl eða afskipti ríkisins að vera af trúar- og lífsskoðunum fólks ólíkt því sem nú er. Opinberar stofnanir eiga ekki að standa fyrir áróðri lífsskoðunarfélaga hvort sem þau eru trúarleg eða veraldleg. Hvernig er staðan á Íslandi miðað við ofangreinda skilgreiningu? Margt jákvætt hefur gerst en því miður er enn töluvert í land. Einfaldast er að benda á að í stjórnarskránni er ákvæði um trúfrelsi en síðan er kveðið á um ríkiskirkju sem stangast algjörlega á. Enn er víða sá háttur á að prestar umgangast leik- og grunnskóla sem um væri að ræða vettvang fyrir barnastarf kirkjunnar en ekki opinbera skóla. Einnig er það sérkennilegt að þing samfélags sem telur sig veraldlegt skuli hefjast með messu og trúarleiðtogi gangi með forseta og þingmönnum á milli kirkju og þings líkt og um trúræðisríki væri að ræða en Siðmennt hefur krafist breytinga þar á og telur að slíkt samrýmist ekki fjölbreytilegu samfélagi sem ríkir hér á landi. Helsti talsmaður veraldlegs samfélags á undanförnum tveimur áratugum hefur verið Siðmennt. Félagið hefur farið fremst í gagnrýni á nánast óheftan aðgang presta að börnum í skólum, verið í forsvari fyrir auknum mannréttindum og hvatt til breytinga á aðalnámsskrá skóla og lagt til að öflug kennsla fari fram um heimspeki, lífsskoðanir og trúarbrögð. Kennsluefnið verði óhlutdrægt og kennt á fræðilegum forsendum en ekki hvað sé „okkar“ og hvað sé „annarra“. Óhætt er að segja að árangur hafi orðið og margt af því sem félagið hefur haldið fram hefur náðst m.a. fyrir atbeina félagsins. Reykjavíkurborg setti sér reglur um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa þar sem m.a. er óheimilt að reka trúboð í skólum borgarinnar og börn og foreldrar þeirra verði ekki sett í þá aðstöðu að þurfa stöðugt að gefa upp lífsskoðanir sínar. Hafnarfjarðarbær hefur einnig innleitt sambærilegar reglur. Í framhaldinu hvatti menntamálaráðuneytið önnur sveitarfélög til að fara sömu leið. Ný námsskrá inniheldur áherslu á trúarbragðafræði í stað kristinfræði auk þess sem gagnrýnin hugsun, siðfræði og heimspeki hafa fengið aukna áherslu. Það er því mikilvægt að þeir sem styðja viðleitni Siðmenntar til þess að hér ríki veraldlegt samfélag sem byggir gildi sín á mannréttindum styðji félagið með því að skrá sig í félagið hjá Þjóðskrá. Þannig er tryggt að unnið verði ötullega að þeim markmiðum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun