Veraldlegt samfélag Bjarni Jónsson skrifar 5. nóvember 2013 06:00 Þegar ég er spurður að því að hvers konar samfélagi ég vil lifa í þá svara ég oftast á þann veg að ég vilji búa í veraldlegu, lýðræðislegu samfélagi sem byggir gildi sín á mannréttindum. Búum við í slíku samfélagi? Ríkir hér fullkomið trúfrelsi? Er ofangreind skilgreining kannski útópía? Hvað þýðir þessi skilgreining? Fyrst og fremst er þarna um að ræða yfirlýsingu um að hið opinbera eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum án sérstakra trúarlegra merkimiða. Hið opinbera er þingið, dómskerfið, skólar, heilbrigðiskerfið og slíkt. Trúfrelsi, sannfæringar- og tjáningarfrelsi eru mikilvægir þættir slíks samfélags og þar með ættu engin tengsl eða afskipti ríkisins að vera af trúar- og lífsskoðunum fólks ólíkt því sem nú er. Opinberar stofnanir eiga ekki að standa fyrir áróðri lífsskoðunarfélaga hvort sem þau eru trúarleg eða veraldleg. Hvernig er staðan á Íslandi miðað við ofangreinda skilgreiningu? Margt jákvætt hefur gerst en því miður er enn töluvert í land. Einfaldast er að benda á að í stjórnarskránni er ákvæði um trúfrelsi en síðan er kveðið á um ríkiskirkju sem stangast algjörlega á. Enn er víða sá háttur á að prestar umgangast leik- og grunnskóla sem um væri að ræða vettvang fyrir barnastarf kirkjunnar en ekki opinbera skóla. Einnig er það sérkennilegt að þing samfélags sem telur sig veraldlegt skuli hefjast með messu og trúarleiðtogi gangi með forseta og þingmönnum á milli kirkju og þings líkt og um trúræðisríki væri að ræða en Siðmennt hefur krafist breytinga þar á og telur að slíkt samrýmist ekki fjölbreytilegu samfélagi sem ríkir hér á landi. Helsti talsmaður veraldlegs samfélags á undanförnum tveimur áratugum hefur verið Siðmennt. Félagið hefur farið fremst í gagnrýni á nánast óheftan aðgang presta að börnum í skólum, verið í forsvari fyrir auknum mannréttindum og hvatt til breytinga á aðalnámsskrá skóla og lagt til að öflug kennsla fari fram um heimspeki, lífsskoðanir og trúarbrögð. Kennsluefnið verði óhlutdrægt og kennt á fræðilegum forsendum en ekki hvað sé „okkar“ og hvað sé „annarra“. Óhætt er að segja að árangur hafi orðið og margt af því sem félagið hefur haldið fram hefur náðst m.a. fyrir atbeina félagsins. Reykjavíkurborg setti sér reglur um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa þar sem m.a. er óheimilt að reka trúboð í skólum borgarinnar og börn og foreldrar þeirra verði ekki sett í þá aðstöðu að þurfa stöðugt að gefa upp lífsskoðanir sínar. Hafnarfjarðarbær hefur einnig innleitt sambærilegar reglur. Í framhaldinu hvatti menntamálaráðuneytið önnur sveitarfélög til að fara sömu leið. Ný námsskrá inniheldur áherslu á trúarbragðafræði í stað kristinfræði auk þess sem gagnrýnin hugsun, siðfræði og heimspeki hafa fengið aukna áherslu. Það er því mikilvægt að þeir sem styðja viðleitni Siðmenntar til þess að hér ríki veraldlegt samfélag sem byggir gildi sín á mannréttindum styðji félagið með því að skrá sig í félagið hjá Þjóðskrá. Þannig er tryggt að unnið verði ötullega að þeim markmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Þegar ég er spurður að því að hvers konar samfélagi ég vil lifa í þá svara ég oftast á þann veg að ég vilji búa í veraldlegu, lýðræðislegu samfélagi sem byggir gildi sín á mannréttindum. Búum við í slíku samfélagi? Ríkir hér fullkomið trúfrelsi? Er ofangreind skilgreining kannski útópía? Hvað þýðir þessi skilgreining? Fyrst og fremst er þarna um að ræða yfirlýsingu um að hið opinbera eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum án sérstakra trúarlegra merkimiða. Hið opinbera er þingið, dómskerfið, skólar, heilbrigðiskerfið og slíkt. Trúfrelsi, sannfæringar- og tjáningarfrelsi eru mikilvægir þættir slíks samfélags og þar með ættu engin tengsl eða afskipti ríkisins að vera af trúar- og lífsskoðunum fólks ólíkt því sem nú er. Opinberar stofnanir eiga ekki að standa fyrir áróðri lífsskoðunarfélaga hvort sem þau eru trúarleg eða veraldleg. Hvernig er staðan á Íslandi miðað við ofangreinda skilgreiningu? Margt jákvætt hefur gerst en því miður er enn töluvert í land. Einfaldast er að benda á að í stjórnarskránni er ákvæði um trúfrelsi en síðan er kveðið á um ríkiskirkju sem stangast algjörlega á. Enn er víða sá háttur á að prestar umgangast leik- og grunnskóla sem um væri að ræða vettvang fyrir barnastarf kirkjunnar en ekki opinbera skóla. Einnig er það sérkennilegt að þing samfélags sem telur sig veraldlegt skuli hefjast með messu og trúarleiðtogi gangi með forseta og þingmönnum á milli kirkju og þings líkt og um trúræðisríki væri að ræða en Siðmennt hefur krafist breytinga þar á og telur að slíkt samrýmist ekki fjölbreytilegu samfélagi sem ríkir hér á landi. Helsti talsmaður veraldlegs samfélags á undanförnum tveimur áratugum hefur verið Siðmennt. Félagið hefur farið fremst í gagnrýni á nánast óheftan aðgang presta að börnum í skólum, verið í forsvari fyrir auknum mannréttindum og hvatt til breytinga á aðalnámsskrá skóla og lagt til að öflug kennsla fari fram um heimspeki, lífsskoðanir og trúarbrögð. Kennsluefnið verði óhlutdrægt og kennt á fræðilegum forsendum en ekki hvað sé „okkar“ og hvað sé „annarra“. Óhætt er að segja að árangur hafi orðið og margt af því sem félagið hefur haldið fram hefur náðst m.a. fyrir atbeina félagsins. Reykjavíkurborg setti sér reglur um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa þar sem m.a. er óheimilt að reka trúboð í skólum borgarinnar og börn og foreldrar þeirra verði ekki sett í þá aðstöðu að þurfa stöðugt að gefa upp lífsskoðanir sínar. Hafnarfjarðarbær hefur einnig innleitt sambærilegar reglur. Í framhaldinu hvatti menntamálaráðuneytið önnur sveitarfélög til að fara sömu leið. Ný námsskrá inniheldur áherslu á trúarbragðafræði í stað kristinfræði auk þess sem gagnrýnin hugsun, siðfræði og heimspeki hafa fengið aukna áherslu. Það er því mikilvægt að þeir sem styðja viðleitni Siðmenntar til þess að hér ríki veraldlegt samfélag sem byggir gildi sín á mannréttindum styðji félagið með því að skrá sig í félagið hjá Þjóðskrá. Þannig er tryggt að unnið verði ötullega að þeim markmiðum.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun