Innlent

Ómar í frí frá stjórnmálum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ómar Stefánsson.
Ómar Stefánsson.
Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs, mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi setu í bæjarstjórn Kópavogs. Þetta kemur fram á vef Kópavogsfrétta.

Ómar mun tilkynna ákvörðun sína formlega á aðalfundi Framsóknarfélagsins í Kópavogi í kvöld. Í samtali við Kópavogsfréttir segir Ómar að hann ætli að taka sér frí frá stjórnmálum en stefni að því að koma tvíefldur til baka í kosningarnar árið 2018.

„Þetta er orðið ágætt í bili, ég ætla að sinna fjölskyldunni betur,“ segir Ómar við Kópavogsfréttir. Hann hefur unnið á vettvangi sveitarstjórnarmála frá árinu 1990. Hann segir ennfremur að það sé nóg af kraftmiklu fólki í Framsóknarflokknum og að það komi maður í manns stað.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×