Innlent

Verð á rafmagni hækkar um 4,5 prósent í dreifbýli

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/GVA
Ný gjaldskrá RARIK yfir dreifingu og flutning raforku mun taka gildi um áramótin. Samkvæmt henni mun verðið að meðaltali um rúm tvö prósent. Þó er engin hækkun fyrir almenna notkun í þéttbýli, en í dreifbýli er hækkun um 4,5 prósent að jafnaði.

Þetta kemur fram á vef RARIK.

Ennfremur kemur fram þar að þörf sé að frekari hækkun í dreifbýli, en búið sé að fresta hluta hækkunar vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. „Enn er þörf fyrir sérstaka hækkun í dreifbýli, en með tilliti til að aðstæðna í þjóðfélaginu hefur stjórn RARIK ákveðið að fresta hluta hækkunar þar.“

Verðskrá Rarik er hægt að sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×