Lífið

Hlusta á Imagine samtímis

Ugla Egilsdóttir skrifar
Pétur Kristjánsson.
Pétur Kristjánsson.
Um þúsund manns hafa lofað að hlusta á lagið Imagine með John Lennon samtímis á gamlársdag, miðað við Facebook-viðburðinn Alheims friðardraum. Hugmyndina að því átti Pétur Kristjánsson. „Við reynum að hlusta samtímis á þetta lag hans John Lennon, Imagine, og hugsa um frið,“ segir Pétur.

„Það virðist vera staðreynd málsins,“ segir Pétur, „og eitt af lögmálum lífsins að fólk vill frið, það vill það bara. Vill vera í friði til að ala upp börn og hugsa um heimilið, þroskast og eflast andlega, en fólk þarf að fá að vera í friði til að gera góða hluti. Fólk vill ekki drepast eða drepa aðra. Þú getur spurt hvern sem er nánast.“

Pétur segir að hugmyndin sé innblásin af tilvitnun sem stundum sé kennd við Yoko Ono, og stundum við John Lennon. „Draumur sem mann dreymir einn er bara draumur, en draumur sem alla dreymir saman er veruleiki, það er nú bara þannig.

Fólk má ráða því hvenær á gamlársdag það hlustar á lagið. Heimurinn er stór og það er fínt að miða bara við að fólk hlusti á þetta um það bil á sama tíma.“



Hér er hlekkur á facebook-viðburðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.