Lífið

Erlendir leikstjórar til Íslands

Opnunarmynd hátíðarinnar er MIsson to lars.
Opnunarmynd hátíðarinnar er MIsson to lars.
Von er á 20 til 25 erlendum leikstjórum og fólki úr kvikmyndabransanum til Íslands á kvikmyndahátíðina Reykjavík Shorts & Docs sem hefst á fimmtudaginn. Meðal annars koma hingað blaðamenn frá Screen International og Indie Wire en blaðamaður Indie Wire starfar einnig fyrir kvikmyndahátíðina Sundance.

Kim Longinotto, ein þekktasta heimildarmyndagerðarkona Breta og leikstjóri Salma, kemur hingað til lands og einnig James Moore, leikstjóri opnunarmyndar hátíðarinnar, Mission to Lars.

Helstu sýningarflokkar hátíðarinnar eru pólskar stuttmyndir, þýskar stuttmyndir, stutt- og heimildarmyndir um málefni lesbía, homma, tvíkynhneigðra og transfólks og loks náttúra og útivist.

Sérstakur flokkur tileinkaður íslenskum konum í kvikmyndagerð verður einnig á hátíðinni. Um er að ræða nýjar og nýlegar stutt- og heimildarmyndir og tónlistarmyndbönd í leikstjórn kvenna. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á Shortsdocsfest.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.