Innlent

Gæslan sækir í sig veðrið

Baldur hefur fengið nýtt útlit og er nú grár ... fyrir járnum.
Baldur hefur fengið nýtt útlit og er nú grár ... fyrir járnum.
Prufukeyrsla hófst í gær á vélbúnaði björgunarþyrlunnar TF LÍF, sem verið hefur í skoðun undanfarnar vikur.

Ef allt gengur samkvæmt áætlun verður hún tilbúin til björgunarflugs síðar í dag eða á morgun. Verða þá aftur þrjár þyrlur tiltækar hjá Gæslunni, en eftir að bilun varð í TF GNÁ  nýverið var aðeins ein þyrla til taks og er hún ekki eins vel búin tol björugnarstarfa og Líf og Gná. Þá var engu líkara en að gæslunni væri að berast liðsauki í gær þegar snaggaralegur varðbátur sigldi inn í Reykjavíkurhöfn, grár fyrir járnum eins og alvöru varðskip. Það reyndist vera sjómælinga- og eftirlitsbáturinn Baldur, sem fengið hefur nýtt útlit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×