Innlent

Fleiri einstaklingar gjaldþrota en færri fyrirtæki

Fleiri einstaklingar voru gjaldþrota á síðasta ári.
Fleiri einstaklingar voru gjaldþrota á síðasta ári.
Fjöldi ágreiningsmála vegna gjaldþrotaskipta jukust töluvert á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu Dómstólaráð. Í skýrslunni segir að mörg málanna eiga rætur sínar að rekja til föllnu bankanna.

Árið 2011 var fjöldi þessara mála 499 en árið 2012 voru þau orðin 683 talsins og hafa ekki verið fleiri eftir hrun.

Fjöldi uppkveðinna gjaldþrotaúrskurða einstaklinga hjá héraðsdómum landsins hefur aukist frá því að vera samtals 185 á árinu 2011 í 291 á árinu 2012.

Gjaldþrotaúrskurðum lögaðila fækkaði á árinu samanborið við árið 2011, þá voru gjaldþrotaúrskurðir lögaðila 1.577 en 1.110 á árinu 2012.

Færri fyrirtæki og fleiri einstaklingar voru því úrskurðaðir gjaldþrota á síðasta ári.

Skýrslu Dómstólaráðsins má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×