Innlent

Hætta móttöku fyllingarefnis í höfninni

Svavar Hávarðsson skrifar
Uppbygging hafnarsvæða setur mikinn svip á borgarlandið.
Uppbygging hafnarsvæða setur mikinn svip á borgarlandið. Fréttablaðið/GVA
Ekki verður frekari þróun hafnarlands í Reykjavík með landfyllingum. Útmörk heimilda um fyllingar í samþykktum skipulagsáformum hafa verið fullnýttar. Efnismóttöku á Kleppssvæði í Sundahöfn á vegum Faxaflóahafna verður því hætt í þessum mánuði, eftir 100 ára sögu þeirrar starfsemi.

Á vegum Faxaflóahafna hefur móttöku á burðarhæfu fyllingarefni, sem til hefur fallið úr framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu, verið sinnt um langan tíma. Þetta fyllingarefni hefur verið nýtt til landgerðar og þróunar hafnarlands við Gömlu höfnina og Sundahöfn.

Með þessum hætti hefur höfnin fengið fyllingarefni með hagkvæmum hætti en í staðinn hafa þeim sem í framkvæmdum hafa staðið boðist stuttar vegalengdir við brottflutning efnis, og umhverfisáhrifum og kostnaði við flutning efnis með þessu haldið í lágmarki.

Nú eru liðin nákvæmlega 100 ár frá því að efnisflutningar hófust í Reykjavík við upphaf hafnargerðar. Frá þeim tíma hefur hafnarland verið fyllt út og þróað í samræmi við þróunaráform og þarfir á hverjum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×