Lífið

Umbreytingin var sársaukafull

Leikarinn Rob Lowe leikur Dr. Startz, lýtalækni Liberace, í kvikmyndinni Behind the Candelabra. Rob segir það hafa verið mjög sársaukafullt að breyta sér í lækninn.

“Ég vildi að hann væri fráhrindandi en heillandi á sama tíma, ef það er hægt,” segir Rob. Hann þurfti að sitja í förðunarstólnum í klukkutíma og 45 mínútur á hverjum degi til að breyta sér í lækninn. Í stólnum var meðal annars látið líta út fyrir að Rob væri búinn að fara í augnbrúnalyftingu.

Óþekkjanlegur í hlutverki læknisins.

“Augabrúnirnar eru togaðar aftur og límdar niður. Það var mjög sársaukafullt því ég þurfti að vera svona í tólf tíma á dag. Ég fékk höfuðverk af þessu.”

Góð gen.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.