Lífið

Beyoncé fær misjafna dóma í Kaupmannahöfn

ÁP og ÞÞ skrifar
Gagnrýnandi Ekstra Bladet var ekki sérlega hrifin af tónleikum Beyoncé Knowles í Kaupmannahöfn í gærkvöldi.
Gagnrýnandi Ekstra Bladet var ekki sérlega hrifin af tónleikum Beyoncé Knowles í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. MYND/SKJÁSKOT

Eins og fram hefur komið fjölmenntu Íslendingar í Forum höllina í gær til að sjá stórstjörnuna Beyoncé Knowles koma fram. Eftirvæntingin eftir poppdrottningunni var gífurleg en gagnrýnendur voru ekki allskostar sammála um frammistöðu hennar á sviðinu.



Gagnrýnandi Extra Bladet var sá fyrsti til að skila inn sínum dómi yfir tónleika söngkonunnar. Gagnrýnin nefnist Popp fyrir heyrnalausa og fá tónleikarnir þrjár stjörnur af sex mögulegum. Hann líkir poppdrottningunni við hermann á leið í stríð eða íþróttamanni á leið í keppni er hún stígur á svið.

 

Samt sem áður er hann ekki í skýjunum með sönginn hjá Beyoncé og segir tónleikana hafa litið betur út en þeir hljómuðu. Þá gagnrýnir hann stöðug búningaskipti söngkonunnar. „Þrátt fyrir að tónleikarnir hafi verið frá 20.59-22.53 var söngkonan í mesta lagi á sviðinu í fimm kortér vegna þess að hún var alltaf að fara baksviðs til að skipta um föt.“

Helgi Ómarsson var mjög framarlega á tónleikunum í Kaupmannahöfn í gær.

Skiptar skoðanir

Helgi Ómarsson, ljósmyndari og tískubloggari á Trendnet.is var mjög framarlega á tónleikunum í gær og segir þá hafa verið stórkostlega upplifun. „Hún bara dáleiddi mann algjörlega, ég var í transi.“ Helgi er mjög ósammála gagnrýnenda Ekstra Bladet og hefur ekkert út á búningaskiptin að setja. „Það var magnað að fylgjast með henni fara svona úr einu í annað. Þetta var rosalegt show fyrir bæði eyru og augu sem ég get ekki annað en lofsamað. Hún fór fram úr öllum mínum væntingum.“



Þess má geta að gagnrýnendur hinna dönsku blaðanna voru ívið jákvæðari í garð Beyoncé, en Jyllandsposten og BT gefa tónleikunum fimm stjörnur af sex möguleikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.