Fjölskyldunum var vísað úr landi í dag Ingveldur Geirsdóttir skrifar 28. maí 2013 19:03 Flugvél með um þrjátíu króatíska hælisleitendur innanborðs flaug af landi brott í dag. Innanríkisráðherra segir aðgerðina í fullu samræmi við íslensk lög og hún hefði ekki beitt sér öðruvísi í málinu. Króatarnir voru sóttir á dvalarstaði sína, í Reykjavík og Reykjanesbæ, í morgun og fluttir á Keflavíkurflugvöll þaðan sem þeir fóru í loftið klukkan tólf á hádegi. Flogið var með þá beint til Zagreb, höfuðborgar Króatíu, þaðan er borgað far undir þá til síns heima. Flutningurinn hefur gengið vel samkvæmt upplýsingum frá innanríksráðuneytinu en átján lögreglumenn fylgja þeim meðal annarra á leiðarenda. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld leigja farþegaflugvél undir hóp hælisleitenda til að flytja þá úr landi, enda var um óvenjulega stóran hóp frá sama landinu að ræða. Þeir fengu allir synjun á hæli frá Útlendingastofnun, margir kærðu þá ákvörðun til innanríkisráðuneytisins þar sem kærurnar eru í vinnslu. Hælileitendur bíða yfirleitt hér á landi á meðan fjallað er um mál þeirra á kærustigi en króatarnir eru sendir úr landi áður en niðurstaða fæst sem þykir óvanalegt. Þeir eru margir ósáttir við að fá ekki sömu meðferð og aðrir hælileitendur. „Það hefur allt sinn eðlilega gang. Ég held að það sé mjög mikilvægt í þessum málum, og það er áhersla mín í þessum málaflokki, að við reynum að hraða því að menn fái niðurstöðu í málin," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra um málið.“ Ráðherra segir að hún hefði beitt sér eins og forveri sinn gerði í málinu. „Þetta mál er auðvitað búið að vera hér í undirbúningi og afgreiðslu löngu fyrir minn tíma og ég sé ekki, m.v mína yfirferð, að það sé ekki í fullu samræmi við íslensk lög og menn hafi reynt að vanda sig eins mikið og mögulegt er í svona viðkvæmum málum." Þrjár króatískar fjölskyldur eru enn á landinu en króatísk stjórnvöld neita að taka við þeim því að um blönduð hjónabönd er að ræða. Hanna Birna segir það skýra stefnu íslenskra stjórnvalda að sundra ekki fjölskyldum. Nú er verið að skoða þeirra mál og kemur brátt í ljós hvort þær fara aftur til Króatíu. „Við höfum að auki, Íslensk stjórnvöld, gert athugasemdir við það hvernig Króatía hefur tekið á málinu, það er að segja ekki tekið inn aðila sem eru með önnur ríkisfang. Við erum ósátt við það og höfum komið því áleiðis." Króatarnir fóru út með leiguflugi í dagMyndir/ Vilhelm Gunnarsson Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Sjá meira
Flugvél með um þrjátíu króatíska hælisleitendur innanborðs flaug af landi brott í dag. Innanríkisráðherra segir aðgerðina í fullu samræmi við íslensk lög og hún hefði ekki beitt sér öðruvísi í málinu. Króatarnir voru sóttir á dvalarstaði sína, í Reykjavík og Reykjanesbæ, í morgun og fluttir á Keflavíkurflugvöll þaðan sem þeir fóru í loftið klukkan tólf á hádegi. Flogið var með þá beint til Zagreb, höfuðborgar Króatíu, þaðan er borgað far undir þá til síns heima. Flutningurinn hefur gengið vel samkvæmt upplýsingum frá innanríksráðuneytinu en átján lögreglumenn fylgja þeim meðal annarra á leiðarenda. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld leigja farþegaflugvél undir hóp hælisleitenda til að flytja þá úr landi, enda var um óvenjulega stóran hóp frá sama landinu að ræða. Þeir fengu allir synjun á hæli frá Útlendingastofnun, margir kærðu þá ákvörðun til innanríkisráðuneytisins þar sem kærurnar eru í vinnslu. Hælileitendur bíða yfirleitt hér á landi á meðan fjallað er um mál þeirra á kærustigi en króatarnir eru sendir úr landi áður en niðurstaða fæst sem þykir óvanalegt. Þeir eru margir ósáttir við að fá ekki sömu meðferð og aðrir hælileitendur. „Það hefur allt sinn eðlilega gang. Ég held að það sé mjög mikilvægt í þessum málum, og það er áhersla mín í þessum málaflokki, að við reynum að hraða því að menn fái niðurstöðu í málin," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra um málið.“ Ráðherra segir að hún hefði beitt sér eins og forveri sinn gerði í málinu. „Þetta mál er auðvitað búið að vera hér í undirbúningi og afgreiðslu löngu fyrir minn tíma og ég sé ekki, m.v mína yfirferð, að það sé ekki í fullu samræmi við íslensk lög og menn hafi reynt að vanda sig eins mikið og mögulegt er í svona viðkvæmum málum." Þrjár króatískar fjölskyldur eru enn á landinu en króatísk stjórnvöld neita að taka við þeim því að um blönduð hjónabönd er að ræða. Hanna Birna segir það skýra stefnu íslenskra stjórnvalda að sundra ekki fjölskyldum. Nú er verið að skoða þeirra mál og kemur brátt í ljós hvort þær fara aftur til Króatíu. „Við höfum að auki, Íslensk stjórnvöld, gert athugasemdir við það hvernig Króatía hefur tekið á málinu, það er að segja ekki tekið inn aðila sem eru með önnur ríkisfang. Við erum ósátt við það og höfum komið því áleiðis." Króatarnir fóru út með leiguflugi í dagMyndir/ Vilhelm Gunnarsson
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Sjá meira