Hinsegin kórinn ekki með á styrktartónleikum "Þú getur“ Elimar Hauksson skrifar 15. september 2013 15:30 Formaður Hinseginn kórsins segir forsvarsmenn styrktarsjóðsins hafa sett kórinn út í kuldann með heimatilbúnum rökum mynd/facebook Hinseginn kórinn birti í dag yfirlýsingu á Facebook þar sem fram kemur að kórinn muni ekki koma frá á styrktartónleikum „Þú getur“ sem fram fara í Hörpu í kvöld. Í yfirlýsingunni segir að kórinn tilkynni með miklum trega að hann muni ekki koma fram á tónleikunum eins og auglýst hafði verið. Í færslunni segir jafnframt að ástæður fyrir því að kórinn komi ekki fram sé sú að forsvarsmenn styrktarsjóðsins hafi sett kórinn út í kuldann með heimatilbúnum rökum og að eftir sitji kórinn með sárt ennið. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður kórsins, sagði í samtali við Vísi að kórinn vissi ekki ennþá ástæður þess að hann sé ekki á dagskrá. „Við erum ennþá auglýst í dagskrá tónleikanna en eigum ekki að koma fram. Við heyrðum í raun fyrst af þessu í útvarpinu á Rás2 fyrir rúmri viku en þá voru forsvarsmenn tónleikanna í viðtali og gáfu í skyn að kórinn yrði ekki með. þegar við könnuðum málið betur voru okkur gefnar þær ástæður að illa hafi gengið að ná í kórinn. Í staðinn fyrir að ræða við okku var kórnum í raun ýtt út,“ segir Gunnlaugur. Markmið styrktarsjóðsins eru að standa við bakið á þeim sem hafa orðið fyrir áföllum eða átt við geðræn vandamál að stríða, auk þess að efla þjónustu við geðsjúka og draga úr fordómum gegn geðsjúkdómum. Gunnlaugur Bragi segir markmið yfirlýsingarinnar ekki að setja neikvæðan stimpil á söfnunina. „Við viljum ekki vera með leiðindi við styrktarsjóð sem styður gott og verðugt málefni. Þetta er málefni sem við vildum leggja lið en fengum í raun ekki tækifæri til. Við vonum auðvitað að söfnunin gangi vel og að gestir skemmti sér vel.“ Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er framkvæmdastjóri „Þú getur“ og hefur yfirumsjón með styrktartónleikunum. Hún segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég fagnaði komu kórsins mjög enda er hann merkilegur á alla vegu. Við erum að vinna að faglegri dagskrá þar sem mikilvægt er að svör komi ekki á síðustu stundu. Okkar tengiliðir byrjuðu að vinna að tilkomu kórsins í dagskránni fyrir einungis þremur vikum og þegar svör bárust ekki um hvenær kórinn kæmist í hljóðprufu og fleira þá var sú ákvörðun tekin að hafa kórinn ekki með í dagskránni,“ segir Ragnheiður. Hún segir ómálefnalegar ástæður alls ekki hafa búið að baki ákvörðuninni. „Við hefðum að sjálfsögðu viljað hafa kórinn með en því miður gekk það ekki í þetta skipti. Við bjóðum þau velkominn í dagskrá okkar á komandi árum,“ segir Ragnheiður. Eins og áður segir eru tónleikarnir í Hörpu klukkan átta í kvöld þar sem fjölmargir tónlistarmenn munu leggja málefninu lið. Post by Hinsegin kórinn - Reykjavík Queer Choir. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Hinseginn kórinn birti í dag yfirlýsingu á Facebook þar sem fram kemur að kórinn muni ekki koma frá á styrktartónleikum „Þú getur“ sem fram fara í Hörpu í kvöld. Í yfirlýsingunni segir að kórinn tilkynni með miklum trega að hann muni ekki koma fram á tónleikunum eins og auglýst hafði verið. Í færslunni segir jafnframt að ástæður fyrir því að kórinn komi ekki fram sé sú að forsvarsmenn styrktarsjóðsins hafi sett kórinn út í kuldann með heimatilbúnum rökum og að eftir sitji kórinn með sárt ennið. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður kórsins, sagði í samtali við Vísi að kórinn vissi ekki ennþá ástæður þess að hann sé ekki á dagskrá. „Við erum ennþá auglýst í dagskrá tónleikanna en eigum ekki að koma fram. Við heyrðum í raun fyrst af þessu í útvarpinu á Rás2 fyrir rúmri viku en þá voru forsvarsmenn tónleikanna í viðtali og gáfu í skyn að kórinn yrði ekki með. þegar við könnuðum málið betur voru okkur gefnar þær ástæður að illa hafi gengið að ná í kórinn. Í staðinn fyrir að ræða við okku var kórnum í raun ýtt út,“ segir Gunnlaugur. Markmið styrktarsjóðsins eru að standa við bakið á þeim sem hafa orðið fyrir áföllum eða átt við geðræn vandamál að stríða, auk þess að efla þjónustu við geðsjúka og draga úr fordómum gegn geðsjúkdómum. Gunnlaugur Bragi segir markmið yfirlýsingarinnar ekki að setja neikvæðan stimpil á söfnunina. „Við viljum ekki vera með leiðindi við styrktarsjóð sem styður gott og verðugt málefni. Þetta er málefni sem við vildum leggja lið en fengum í raun ekki tækifæri til. Við vonum auðvitað að söfnunin gangi vel og að gestir skemmti sér vel.“ Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er framkvæmdastjóri „Þú getur“ og hefur yfirumsjón með styrktartónleikunum. Hún segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég fagnaði komu kórsins mjög enda er hann merkilegur á alla vegu. Við erum að vinna að faglegri dagskrá þar sem mikilvægt er að svör komi ekki á síðustu stundu. Okkar tengiliðir byrjuðu að vinna að tilkomu kórsins í dagskránni fyrir einungis þremur vikum og þegar svör bárust ekki um hvenær kórinn kæmist í hljóðprufu og fleira þá var sú ákvörðun tekin að hafa kórinn ekki með í dagskránni,“ segir Ragnheiður. Hún segir ómálefnalegar ástæður alls ekki hafa búið að baki ákvörðuninni. „Við hefðum að sjálfsögðu viljað hafa kórinn með en því miður gekk það ekki í þetta skipti. Við bjóðum þau velkominn í dagskrá okkar á komandi árum,“ segir Ragnheiður. Eins og áður segir eru tónleikarnir í Hörpu klukkan átta í kvöld þar sem fjölmargir tónlistarmenn munu leggja málefninu lið. Post by Hinsegin kórinn - Reykjavík Queer Choir.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira