Hinsegin kórinn ekki með á styrktartónleikum "Þú getur“ Elimar Hauksson skrifar 15. september 2013 15:30 Formaður Hinseginn kórsins segir forsvarsmenn styrktarsjóðsins hafa sett kórinn út í kuldann með heimatilbúnum rökum mynd/facebook Hinseginn kórinn birti í dag yfirlýsingu á Facebook þar sem fram kemur að kórinn muni ekki koma frá á styrktartónleikum „Þú getur“ sem fram fara í Hörpu í kvöld. Í yfirlýsingunni segir að kórinn tilkynni með miklum trega að hann muni ekki koma fram á tónleikunum eins og auglýst hafði verið. Í færslunni segir jafnframt að ástæður fyrir því að kórinn komi ekki fram sé sú að forsvarsmenn styrktarsjóðsins hafi sett kórinn út í kuldann með heimatilbúnum rökum og að eftir sitji kórinn með sárt ennið. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður kórsins, sagði í samtali við Vísi að kórinn vissi ekki ennþá ástæður þess að hann sé ekki á dagskrá. „Við erum ennþá auglýst í dagskrá tónleikanna en eigum ekki að koma fram. Við heyrðum í raun fyrst af þessu í útvarpinu á Rás2 fyrir rúmri viku en þá voru forsvarsmenn tónleikanna í viðtali og gáfu í skyn að kórinn yrði ekki með. þegar við könnuðum málið betur voru okkur gefnar þær ástæður að illa hafi gengið að ná í kórinn. Í staðinn fyrir að ræða við okku var kórnum í raun ýtt út,“ segir Gunnlaugur. Markmið styrktarsjóðsins eru að standa við bakið á þeim sem hafa orðið fyrir áföllum eða átt við geðræn vandamál að stríða, auk þess að efla þjónustu við geðsjúka og draga úr fordómum gegn geðsjúkdómum. Gunnlaugur Bragi segir markmið yfirlýsingarinnar ekki að setja neikvæðan stimpil á söfnunina. „Við viljum ekki vera með leiðindi við styrktarsjóð sem styður gott og verðugt málefni. Þetta er málefni sem við vildum leggja lið en fengum í raun ekki tækifæri til. Við vonum auðvitað að söfnunin gangi vel og að gestir skemmti sér vel.“ Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er framkvæmdastjóri „Þú getur“ og hefur yfirumsjón með styrktartónleikunum. Hún segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég fagnaði komu kórsins mjög enda er hann merkilegur á alla vegu. Við erum að vinna að faglegri dagskrá þar sem mikilvægt er að svör komi ekki á síðustu stundu. Okkar tengiliðir byrjuðu að vinna að tilkomu kórsins í dagskránni fyrir einungis þremur vikum og þegar svör bárust ekki um hvenær kórinn kæmist í hljóðprufu og fleira þá var sú ákvörðun tekin að hafa kórinn ekki með í dagskránni,“ segir Ragnheiður. Hún segir ómálefnalegar ástæður alls ekki hafa búið að baki ákvörðuninni. „Við hefðum að sjálfsögðu viljað hafa kórinn með en því miður gekk það ekki í þetta skipti. Við bjóðum þau velkominn í dagskrá okkar á komandi árum,“ segir Ragnheiður. Eins og áður segir eru tónleikarnir í Hörpu klukkan átta í kvöld þar sem fjölmargir tónlistarmenn munu leggja málefninu lið. Post by Hinsegin kórinn - Reykjavík Queer Choir. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Hinseginn kórinn birti í dag yfirlýsingu á Facebook þar sem fram kemur að kórinn muni ekki koma frá á styrktartónleikum „Þú getur“ sem fram fara í Hörpu í kvöld. Í yfirlýsingunni segir að kórinn tilkynni með miklum trega að hann muni ekki koma fram á tónleikunum eins og auglýst hafði verið. Í færslunni segir jafnframt að ástæður fyrir því að kórinn komi ekki fram sé sú að forsvarsmenn styrktarsjóðsins hafi sett kórinn út í kuldann með heimatilbúnum rökum og að eftir sitji kórinn með sárt ennið. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður kórsins, sagði í samtali við Vísi að kórinn vissi ekki ennþá ástæður þess að hann sé ekki á dagskrá. „Við erum ennþá auglýst í dagskrá tónleikanna en eigum ekki að koma fram. Við heyrðum í raun fyrst af þessu í útvarpinu á Rás2 fyrir rúmri viku en þá voru forsvarsmenn tónleikanna í viðtali og gáfu í skyn að kórinn yrði ekki með. þegar við könnuðum málið betur voru okkur gefnar þær ástæður að illa hafi gengið að ná í kórinn. Í staðinn fyrir að ræða við okku var kórnum í raun ýtt út,“ segir Gunnlaugur. Markmið styrktarsjóðsins eru að standa við bakið á þeim sem hafa orðið fyrir áföllum eða átt við geðræn vandamál að stríða, auk þess að efla þjónustu við geðsjúka og draga úr fordómum gegn geðsjúkdómum. Gunnlaugur Bragi segir markmið yfirlýsingarinnar ekki að setja neikvæðan stimpil á söfnunina. „Við viljum ekki vera með leiðindi við styrktarsjóð sem styður gott og verðugt málefni. Þetta er málefni sem við vildum leggja lið en fengum í raun ekki tækifæri til. Við vonum auðvitað að söfnunin gangi vel og að gestir skemmti sér vel.“ Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er framkvæmdastjóri „Þú getur“ og hefur yfirumsjón með styrktartónleikunum. Hún segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég fagnaði komu kórsins mjög enda er hann merkilegur á alla vegu. Við erum að vinna að faglegri dagskrá þar sem mikilvægt er að svör komi ekki á síðustu stundu. Okkar tengiliðir byrjuðu að vinna að tilkomu kórsins í dagskránni fyrir einungis þremur vikum og þegar svör bárust ekki um hvenær kórinn kæmist í hljóðprufu og fleira þá var sú ákvörðun tekin að hafa kórinn ekki með í dagskránni,“ segir Ragnheiður. Hún segir ómálefnalegar ástæður alls ekki hafa búið að baki ákvörðuninni. „Við hefðum að sjálfsögðu viljað hafa kórinn með en því miður gekk það ekki í þetta skipti. Við bjóðum þau velkominn í dagskrá okkar á komandi árum,“ segir Ragnheiður. Eins og áður segir eru tónleikarnir í Hörpu klukkan átta í kvöld þar sem fjölmargir tónlistarmenn munu leggja málefninu lið. Post by Hinsegin kórinn - Reykjavík Queer Choir.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira