Íslenski boltinn

Leik Þórs og Keflavíkur frestað

Eyþór Atli Einarsson skrifar
Mynd/Auðunn Níelsson
Leik Þórs frá Akureyri og Keflavíkur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefur verið frestað. Ástæðan einföld, veðrið er bandbrjálað fyrir norðan.

Hinir tveir leikir dagsins eru þó ennþá á dagskrá en spurningamerki hefur verið sett við leik ÍA og Víkings frá Ólafsvík. Þarf dómari þess leiks, Erlendur Eiríksson, að taka ákvörðun um hvort leikurinn fari fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×