Innlent

Óskar Bergsson í efsta sætinu

Freyr Bjarnason skrifar
Þau sem skipa fjögur efstu sætin á framboðslistanum.
Þau sem skipa fjögur efstu sætin á framboðslistanum.
Kjördæmaþing framsóknarfélaganna í Reykjavík hefur samþykkt tillögu kjörstjórnar um skipan í efstu sjö sæti framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor.

Efstu sjö sætin skipa í réttri röð: Óskar Bergsson, Guðrún Bryndís Karlsdóttir, Valgerður Sveinsdóttir, Guðlaugur Gylfi Sverrisson, Hafsteinn Ágústsson, Hallveig Björk Höskuldsdóttir og Trausti Harðarson.

Eitt af stóru málum Framsóknarflokksins í borgarmálunum er að tryggja núverandi staðsetningu flugvallarins í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×