Innlent

Árásarmenn í haldi á Selfossi

Tveir lettneskir karlmenn, sem lögreglan í Árnessýslu handtók í uppsveitum sýslunnar í fyrrinótt, eftir líkamsárás, innbrot og akstur undir áhrifum fíkniefna, eru enn í haldi lögreglunnar á Selfossi.

Sýslumaður krafðist í gær gæsluvarðhaldsúrskurðar yir þeim, en dómari tók sér frest þartil síðar í dag. Mennirnir eiga báðir sakaferil hér á landi og eru auk þess grunaðir um fleiri brot en nú þegar eru upplýst.

Maðurinn, sem þeir réðust á í fyrrinótt, þegar hann stóð þá að innbroti í sumarbústað, hlaut meðal annars skurði á höfði og rifbeinsbrotnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×