Lóðir Björgunar og Sementsverksmiðjunnar í Elliðavogi munu færast úr höndum Faxaflóahafna til Reykjavíkurborgar gangi áform borgarinnar um kaup á lóðunum eftir.
Borgin vill jafnframt viðræður við ríkið um yfirtöku á leigusamningi á lóð Sementsverksmiðjunnar.
Aðalskipulags borgarinnar gerir ráð fyrir blandaðri byggð á þessu svæði sem nú er skilgreint sem hafnarsvæði. Með erindi borgarinnar til Faxaflóahafna fylgja undirskriftir 349 íbúa í Bryggjuhverfinu sem vilja Björgun burt af svæðinu.
Borgin vill kaupa lóðir Björgunar og Sementsverksmiðjunnar
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
