Innlent

Síldveiðar ganga brösuglega

Síldveiðar stóru skipanna ganga enn mjög brösótt í Breiðafirði, og eru skipin nú farin að leita fyrir sér víðar. Í fyrrinótt fréttist af síldartorfum við Tvísker, suður af Breiðamerkursandi, og héldu að minnsta kosti þrjú stór skip þangað  og köstuðu tvö þeirra síðdegis í gær.

En það reyndist vera smásíld svo þriðja skipið hætti við að kasta. Þá hafa fregnir borist af síldartorfum á Selvogsbanka, suður af Krísukvík, og eru nokkur skip á leið þangað og fjögur eða fimm stór sílveiðiskip eru nú inni á Grundarfirði og bíða birtingar, en síldin veiðist ekki nema í björtu.

Síldaraflinn, það sem af er vertíðinni, er meira en helmingi minni en á sama tíma í fyrra.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×