Lífið

„Þetta snýst ekki um peninga eða að líta út fyrir að vera yngri en maður er“

Fabulous Fashionistas er nýleg bresk heimildamynd sem hefur vakið mikla athygli undanfarið, en hægt er að horfa á myndina neðst í fréttinni.

Myndin fjallar um sex eldri konur sem allar eiga það sameiginlegt að elska tísku og að taka sig mátulega alvarlega. „Ekki klæðast drapplituðu, það gæti drepið þig,“ segir ein þeirra.

Áhorfendur í Bretlandi hafa flestir fagnað myndinni og skilaboðunum sem hún sendir. Myndin segir ekki bara frá fatavali sex eldri borgara - því það er mikið í stelpurnar spunnið og þær eru miklu meira en bara „gamlar.“

„Þetta snýst ekki um peninga eða að líta út fyrir að vera yngri en maður er,“ segir ein kvennana.

„Þetta snýst um að upplifa sig eitthvað annað en bara gamla konu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.