Af snjógöngum, snjóhengjum og köldum kveðjum Eyjólfur Þorkelsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Bestu loforð stjórnmálamannsins eru þau sem sífellt má endurnýta, veita kjósendum vonarglætu en auðveldara er að japla á en ganga í. Gulrót rétt utan seilingar. Afnám verðtryggingar, endurskoðun kvótakerfisins og jarðgangaframkvæmdir. Kannist þið við rulluna? Í orði kveðast stjórnmálamenn vilja rétta hlut landsbyggðarinnar, efla þar minni og meðalstór fyrirtæki og auðvelda ungu fólki að setjast þar að og vinna fyrir sér. Það er vitað hvað þarf: Trausta heilsugæslu. Metnaðarfulla grunnmenntun. Öruggar samgöngur. Hins vegar er enginn skilningur á hvernig þessir þættir reiða sig hver á annan, sérstaklega samgöngurnar. Af hverju teljast tryggar samgöngur ekki til velferðarmála?Snjógöng Á Austurlandi er traust heilsugæsla og metnaðarfull grunnmenntun en samgöngur er ekki stólandi á. Hér eru hættulegustu fjallvegir landsins, Oddsskarð og Fjarðarheiði. Ef ekki má treysta á að Fjarðarheiði sé fær, skipta engu gæði grunnþjónustunnar handan hennar. Þess vegna eru tryggar samgöngur velferðarmál! Í sérnámi mínu í heimilislækningum vinn ég á Akureyri en líka á Egilsstöðum. Mér leyfist ekki sá lúxus að halda tvö heimili og hef því sest upp á múttu og pápa á Seyðisfirði. Þau eru teljandi á fingrum mér þau skipti er ég hef ekki lent í vetrarhremmingum á Fjarðarheiði, hef ég þó ekið hana alla mína ævi og gæti ratað blindandi. Sem verður oft raunin, þegar kófar í snjógöngunum og skyggnið vart meira en nemur húddinu. Veðurmæli Vegagerðarinnar er ekki treystandi á; veður og vindar eru sjaldnast eins á Norðurbrún og í Mjósundum 10 km austar – hálfum kílómetra ofan við sjávarmál. Að vita ekki hvort eða hvenær og þá hversu velktur maður mætir sjúklingum dagsins er óþolandi!Snjóhengja Góð jarðgöng eru samgöngubót til framtíðar. Fjárfesting, en dýr. Getur hagkerfi, hnípið undir billjón króna snjóhengju fjárfest í jarðgöngum? Já – bjóðum eigendum aflandskrónanna að fjárfesta í jarðgöngum og rekstri þeirra; Holu ohf. Snjóhengjan notuð til að fjármagna eins mörg jarðgöng og hægt er, notendur greiða fyrir að aka um þau og ríkið lofar að kaupa krónubréfaeigendur út úr fyrirtækinu á tuttugu árum eða svo með hóflegri ávöxtunarkröfu. Hagur krónubréfakóna – tryggt að þeir fái fé sitt til baka í fyrirsjánlegri framtíð og öll ávöxtun er betri en engin ávöxtun. Hagur ríkisins – fjárfestir í innviðum samfélagsins og léttir á sama tíma þrýstingi á hagkerfið. Hagur landsbyggðarinnar – ómetanlegt.Kaldar kveðjur Ég er Austfirðingur. Hér vil ég búa, hér vil ég vinna og hér vil ég efla samfélagið. Þó er kannski svo að ráðamönnum og fólki almennt finnist broslegt að vel menntað ungt fólk sækist í að búa austan við Úlfarsfell; fásinna að það vilji skila einhverju í þorpið sem ól það upp. Óþarfi að auðvelda þeim að velja að búa úti á landi. Sé ekki meiningin að senda okkur svo kaldar kveðjur þá verður að endurskoða hugarfarið til samgöngubóta, sérstaklega jarðganga. Ef ekki þá geta okkar kveðjur líka verið kaldar, einkum á kjördag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Bestu loforð stjórnmálamannsins eru þau sem sífellt má endurnýta, veita kjósendum vonarglætu en auðveldara er að japla á en ganga í. Gulrót rétt utan seilingar. Afnám verðtryggingar, endurskoðun kvótakerfisins og jarðgangaframkvæmdir. Kannist þið við rulluna? Í orði kveðast stjórnmálamenn vilja rétta hlut landsbyggðarinnar, efla þar minni og meðalstór fyrirtæki og auðvelda ungu fólki að setjast þar að og vinna fyrir sér. Það er vitað hvað þarf: Trausta heilsugæslu. Metnaðarfulla grunnmenntun. Öruggar samgöngur. Hins vegar er enginn skilningur á hvernig þessir þættir reiða sig hver á annan, sérstaklega samgöngurnar. Af hverju teljast tryggar samgöngur ekki til velferðarmála?Snjógöng Á Austurlandi er traust heilsugæsla og metnaðarfull grunnmenntun en samgöngur er ekki stólandi á. Hér eru hættulegustu fjallvegir landsins, Oddsskarð og Fjarðarheiði. Ef ekki má treysta á að Fjarðarheiði sé fær, skipta engu gæði grunnþjónustunnar handan hennar. Þess vegna eru tryggar samgöngur velferðarmál! Í sérnámi mínu í heimilislækningum vinn ég á Akureyri en líka á Egilsstöðum. Mér leyfist ekki sá lúxus að halda tvö heimili og hef því sest upp á múttu og pápa á Seyðisfirði. Þau eru teljandi á fingrum mér þau skipti er ég hef ekki lent í vetrarhremmingum á Fjarðarheiði, hef ég þó ekið hana alla mína ævi og gæti ratað blindandi. Sem verður oft raunin, þegar kófar í snjógöngunum og skyggnið vart meira en nemur húddinu. Veðurmæli Vegagerðarinnar er ekki treystandi á; veður og vindar eru sjaldnast eins á Norðurbrún og í Mjósundum 10 km austar – hálfum kílómetra ofan við sjávarmál. Að vita ekki hvort eða hvenær og þá hversu velktur maður mætir sjúklingum dagsins er óþolandi!Snjóhengja Góð jarðgöng eru samgöngubót til framtíðar. Fjárfesting, en dýr. Getur hagkerfi, hnípið undir billjón króna snjóhengju fjárfest í jarðgöngum? Já – bjóðum eigendum aflandskrónanna að fjárfesta í jarðgöngum og rekstri þeirra; Holu ohf. Snjóhengjan notuð til að fjármagna eins mörg jarðgöng og hægt er, notendur greiða fyrir að aka um þau og ríkið lofar að kaupa krónubréfaeigendur út úr fyrirtækinu á tuttugu árum eða svo með hóflegri ávöxtunarkröfu. Hagur krónubréfakóna – tryggt að þeir fái fé sitt til baka í fyrirsjánlegri framtíð og öll ávöxtun er betri en engin ávöxtun. Hagur ríkisins – fjárfestir í innviðum samfélagsins og léttir á sama tíma þrýstingi á hagkerfið. Hagur landsbyggðarinnar – ómetanlegt.Kaldar kveðjur Ég er Austfirðingur. Hér vil ég búa, hér vil ég vinna og hér vil ég efla samfélagið. Þó er kannski svo að ráðamönnum og fólki almennt finnist broslegt að vel menntað ungt fólk sækist í að búa austan við Úlfarsfell; fásinna að það vilji skila einhverju í þorpið sem ól það upp. Óþarfi að auðvelda þeim að velja að búa úti á landi. Sé ekki meiningin að senda okkur svo kaldar kveðjur þá verður að endurskoða hugarfarið til samgöngubóta, sérstaklega jarðganga. Ef ekki þá geta okkar kveðjur líka verið kaldar, einkum á kjördag.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun