Menn ættu alltaf að hlusta á varúðarorð Svavar Hávarðsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Skýrslan sýnir svo að ekki verður um villst að menn ættu að flýta sér hægt þegar ný tækni kemur fram. nordicphotos/afp Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) tekur af allan vafa um að betra sé að flýta sér hægt þegar ný tækni er innleidd. Í 84 af 88 tilfellum sem rannsökuð voru, þar sem varað var við skaðlegum áhrifum á heilsu eða umhverfi, reyndust gagnrýnendur hafa haft rétt fyrir sér. Þessar niðurstöður eru taldar eiga sérstaklega vel við í dag, þegar tæknibyltingar eru tíðari en nokkru sinni fyrr.Varúðarreglan Í forgrunni þessarar skýrslu er svokölluð varúðarregla; ein af meginreglum umhverfisréttar. Varúðarreglan verður tekin upp hér á landi, samkvæmt frumvarpi til nýrra náttúruverndarlaga. Í stuttu máli kemur hún til álita þegar óvissa er til staðar eða þekkingarskortur um afleiðingar ákvarðana sem kunna að hafa áhrif á náttúruna. Tilvikin 88, sem rannsökuð voru, höfðu þá sérstöðu að varnaðarorð voru talin ástæðulaus. Þau varða kvikasilfursmengun frá iðnaði, frjósemisvandamál vegna notkunar skordýraeiturs, hormónaraskandi efni í algengum plastvörum og lyf sem hafa áhrif á vistkerfi, svo eitthvað sé nefnt. Í skýrslunni kemur fram að oftar en ekki hafa menn hunsað vísbendingar um hættu, allt þar til að ekki var lengur hægt að komast hjá skaðlegum áhrifum á heilsu og umhverfi.Fjaðrafok Skýrslan, Late Lessons from Early Warnings II, er framhald skýrslu sem var birt árið 2001 og olli miklu fjaðrafoki. Sú skýrsla, og sú nýja, sýnir fram á að í allmörgum tilfellum hafa menn skellt skollaeyrum við viðvörunum um hættur, sem síðar hefur valdið dauða fólks og veikindum auk umhverfisskaða í stórum stíl. Nýja skýrslan rekur nokkur dæmi um það sem hér hefur verið nefnt og hlýtur að hafa víðtæk áhrif við stefnumörkun stjórnvalda, vísindastarf og tækni, enda eru neytendur fljótari að tileinka sér nýja tækni sem aldrei fyrr. Í því felst mikil hætta sem enginn ætti að leiða hjá sér, segir í skýrslunni. Í stuttu máli greinir skýrslan frá því hvernig hættumerki voru virt að vettugi; fyrirtæki tóku skammtímagróða fram yfir almannahag, bæði með því að fela upplýsingar og ekki síður með því að leiða hjá sér augljós hættumerki. Önnur dæmi greina frá því hvernig vísindamenn gerðu lítið úr mögulegri hættu tengdri nýrri tækni, stundum vegna þrýstings frá fjárfestum. Allt eru þetta dæmi um hvernig hægt hefði verið að beita aðferðum í anda varúðarreglunnar og komast hjá skaða. En hvaða skírskotun á skýrslan hér á landi? Hverju mun það breyta að varúðarreglan er lögfest með almennum hætti hér á landi?Ekki skýrt Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, lögfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, segir að varúðarreglan hafi hingað til ekki verið útfærð með skýrum hætti í lögum um náttúruvernd. Þó megi segja að sjónarmið um aðgát liggi að baki ákvæðum laganna um innflutning, ræktun og dreifingu lifandi lífvera, sem og ákvæðum um sérstaka vernd tiltekinna jarðmyndana og vistkerfa og um hættu á röskun náttúruminja. Varúðarreglan sé útfærð þannig í frumvarpi til laga um náttúruvernd að þegar tekin er ákvörðun, til dæmis um skipulag, framkvæmd eða starfsleyfi, án þess að fyrir liggi með nægilegri vissu hvaða áhrif hún hefur á náttúruna, skuli leitast við að koma í veg fyrir mögulegt og verulegt tjón á náttúruverðmætum. Þá skuli skorti á vísindalegri þekkingu ekki beitt sem rökum ef hætta er á alvarlegum eða óafturkræfum náttúruspjöllum, til að fresta eða láta hjá líða að grípa til aðgerða sem geta komið í veg fyrir spjöllin eða dregið úr þeim.Hefur víðtækt gildi Steinunn Fjóla segir mikilvægt í þessu sambandi að varúðarreglan er sett fram sem almenn meginregla og hafi því því víðtækt gildi. Gert sé ráð fyrir að innleiðing varúðarreglunnar í náttúruverndarlög geti komið í veg fyrir að ákvarðanir hafi í för með sér verulegt tjón á náttúrunni. Reglan kunni því að kalla á að leyfi, til dæmis fyrir framkvæmdum, sé bundið skilyrðum og kveðið sé á um mótvægisaðgerðir eða jafnvel að umsókn sé hafnað. Að hennar sögn veltur mat á því hvað teljist verulegt tjón á ýmsum þáttum; hversu mikil breyting verði á vistkerfum, hvort áhrifin séu varanleg og hvort tegundum á válista sé ógnað. Ef fyrir liggi nægileg þekking eða vissa um afleiðingar ákvörðunar verði varúðarreglunni hins vegar ekki beitt. Steinunn Fjóla bendir á að seinni málsliður varúðarreglunnar, sem fjallar um skort á vísindalegri þekkingu, eigi einkum við um ákvarðanir sem miði að náttúruvernd, eins og við ákvarðanir um friðlýsingu eða um veiðitakmarkanir. Þá endurspeglist varúðarreglan einnig í öðrum ákvæðum náttúruverndarfrumvarpsins, sem fjalla um almenna aðgæsluskyldu. Ákvæðið geri öllum skylt að ganga vel um náttúru landsins og sýna ýtrustu varúð. Þá beri framkvæmdaraðila við framkvæmdir og starfsemi sem áhrif hafa á náttúruna að gera allt sem með sanngirni má ætlast til svo komið verði í veg fyrir náttúruspjöll. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) tekur af allan vafa um að betra sé að flýta sér hægt þegar ný tækni er innleidd. Í 84 af 88 tilfellum sem rannsökuð voru, þar sem varað var við skaðlegum áhrifum á heilsu eða umhverfi, reyndust gagnrýnendur hafa haft rétt fyrir sér. Þessar niðurstöður eru taldar eiga sérstaklega vel við í dag, þegar tæknibyltingar eru tíðari en nokkru sinni fyrr.Varúðarreglan Í forgrunni þessarar skýrslu er svokölluð varúðarregla; ein af meginreglum umhverfisréttar. Varúðarreglan verður tekin upp hér á landi, samkvæmt frumvarpi til nýrra náttúruverndarlaga. Í stuttu máli kemur hún til álita þegar óvissa er til staðar eða þekkingarskortur um afleiðingar ákvarðana sem kunna að hafa áhrif á náttúruna. Tilvikin 88, sem rannsökuð voru, höfðu þá sérstöðu að varnaðarorð voru talin ástæðulaus. Þau varða kvikasilfursmengun frá iðnaði, frjósemisvandamál vegna notkunar skordýraeiturs, hormónaraskandi efni í algengum plastvörum og lyf sem hafa áhrif á vistkerfi, svo eitthvað sé nefnt. Í skýrslunni kemur fram að oftar en ekki hafa menn hunsað vísbendingar um hættu, allt þar til að ekki var lengur hægt að komast hjá skaðlegum áhrifum á heilsu og umhverfi.Fjaðrafok Skýrslan, Late Lessons from Early Warnings II, er framhald skýrslu sem var birt árið 2001 og olli miklu fjaðrafoki. Sú skýrsla, og sú nýja, sýnir fram á að í allmörgum tilfellum hafa menn skellt skollaeyrum við viðvörunum um hættur, sem síðar hefur valdið dauða fólks og veikindum auk umhverfisskaða í stórum stíl. Nýja skýrslan rekur nokkur dæmi um það sem hér hefur verið nefnt og hlýtur að hafa víðtæk áhrif við stefnumörkun stjórnvalda, vísindastarf og tækni, enda eru neytendur fljótari að tileinka sér nýja tækni sem aldrei fyrr. Í því felst mikil hætta sem enginn ætti að leiða hjá sér, segir í skýrslunni. Í stuttu máli greinir skýrslan frá því hvernig hættumerki voru virt að vettugi; fyrirtæki tóku skammtímagróða fram yfir almannahag, bæði með því að fela upplýsingar og ekki síður með því að leiða hjá sér augljós hættumerki. Önnur dæmi greina frá því hvernig vísindamenn gerðu lítið úr mögulegri hættu tengdri nýrri tækni, stundum vegna þrýstings frá fjárfestum. Allt eru þetta dæmi um hvernig hægt hefði verið að beita aðferðum í anda varúðarreglunnar og komast hjá skaða. En hvaða skírskotun á skýrslan hér á landi? Hverju mun það breyta að varúðarreglan er lögfest með almennum hætti hér á landi?Ekki skýrt Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, lögfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, segir að varúðarreglan hafi hingað til ekki verið útfærð með skýrum hætti í lögum um náttúruvernd. Þó megi segja að sjónarmið um aðgát liggi að baki ákvæðum laganna um innflutning, ræktun og dreifingu lifandi lífvera, sem og ákvæðum um sérstaka vernd tiltekinna jarðmyndana og vistkerfa og um hættu á röskun náttúruminja. Varúðarreglan sé útfærð þannig í frumvarpi til laga um náttúruvernd að þegar tekin er ákvörðun, til dæmis um skipulag, framkvæmd eða starfsleyfi, án þess að fyrir liggi með nægilegri vissu hvaða áhrif hún hefur á náttúruna, skuli leitast við að koma í veg fyrir mögulegt og verulegt tjón á náttúruverðmætum. Þá skuli skorti á vísindalegri þekkingu ekki beitt sem rökum ef hætta er á alvarlegum eða óafturkræfum náttúruspjöllum, til að fresta eða láta hjá líða að grípa til aðgerða sem geta komið í veg fyrir spjöllin eða dregið úr þeim.Hefur víðtækt gildi Steinunn Fjóla segir mikilvægt í þessu sambandi að varúðarreglan er sett fram sem almenn meginregla og hafi því því víðtækt gildi. Gert sé ráð fyrir að innleiðing varúðarreglunnar í náttúruverndarlög geti komið í veg fyrir að ákvarðanir hafi í för með sér verulegt tjón á náttúrunni. Reglan kunni því að kalla á að leyfi, til dæmis fyrir framkvæmdum, sé bundið skilyrðum og kveðið sé á um mótvægisaðgerðir eða jafnvel að umsókn sé hafnað. Að hennar sögn veltur mat á því hvað teljist verulegt tjón á ýmsum þáttum; hversu mikil breyting verði á vistkerfum, hvort áhrifin séu varanleg og hvort tegundum á válista sé ógnað. Ef fyrir liggi nægileg þekking eða vissa um afleiðingar ákvörðunar verði varúðarreglunni hins vegar ekki beitt. Steinunn Fjóla bendir á að seinni málsliður varúðarreglunnar, sem fjallar um skort á vísindalegri þekkingu, eigi einkum við um ákvarðanir sem miði að náttúruvernd, eins og við ákvarðanir um friðlýsingu eða um veiðitakmarkanir. Þá endurspeglist varúðarreglan einnig í öðrum ákvæðum náttúruverndarfrumvarpsins, sem fjalla um almenna aðgæsluskyldu. Ákvæðið geri öllum skylt að ganga vel um náttúru landsins og sýna ýtrustu varúð. Þá beri framkvæmdaraðila við framkvæmdir og starfsemi sem áhrif hafa á náttúruna að gera allt sem með sanngirni má ætlast til svo komið verði í veg fyrir náttúruspjöll.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira